- Advertisement -

Rúv: Costco er dýrust verslana

Fréttastofa Ríkisútvarpsins gerði verðkönnun í Costco, Krónunni og Bónus. Niðurstaðan kemur á óvart. Costco er dýrust þessara verslana, miðað við verðkönnun Rúv.

„Einingarverð fjörutíu vörutegunda sem valdar voru í verðkönnun RÚV er samanlagt lægra í Bónus og Krónunni en í Costco,“ segir á ruv.is. „Vöruúrvalið í Costco er jafnframt minna því 9 vörutegundir af þeim 49 sem kanna átti voru ekki til þar. Stærð pakkninga gerir það jafnframt að verkum að greiða þurfti rúmar 56 þúsund krónur fyrir körfuna í Costco en um 20 þúsund í Krónunni og Bónus.“

Fréttastofan valdi  49 vörutegundir með aðstoð ASÍ. „9 vörutegundir voru ekki til í Costco og því undanskildar í könnuninni. Farið var í verslanir fimmtudaginn 8. júní milli klukkan 14 og 18. Valin var ódýrasta varan miðað við einingarverð vöru í hverjum vöruflokki, óháð vörumerki eða stærð pakkninga.“

Á ruv.is segir: „Borið er saman verð á hverja einingu, ýmist í kílóatali, lítratali eða stykkjatali. Fyrir eina einingu af hverri vörutegund á listanum hefði þurft að greiða 23.824 í Costco, sem var hæsta verðið, 21.404 í Bónus, sem var ódýrast, og 22.331 í Krónunni. Alls er því um 11% verðmunur á samanlögðu einingaverði í Bónus og Costco, lægsta og hæsta verðinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá nánar hér: http://ruv.is/frett/bonus-og-kronan-odyrari-en-costco


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: