- Advertisement -

RVK: Stendur ekki steinn yfir steini

„Það er þó ekki skynsamleg ráðstöfun að borgarráð taki til meðferðar ferðabeiðnir hvers starfsmanns á svo stórum vinnustað sem Reykjavíkurborg er.“

Meirihlutinn í borgarstjórn.

„Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að fjarfundir verði meginreglan þegar kemur að fundum fjarri vinnustað sem starfsmenn og embættismenn Reykjavíkurborgar (allra sviða) þurfa að sækja. Átt var sérstaklega við fundi erlendis. Tillagan er felld,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir í borgarráði.

„Það kemur á óvart fyrir a.m.k tvær sakir. Í fyrsta lagi er komið fordæmi fyrir þessu hjá umhverfisráðuneytinu og í öðru lagi þá hefur meirihlutinn sagt að spara þurfi fé vegna slæmrar fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar og í raun er þriðja ástæðan sú að meirihutinn talar fjálglega um grænt plan. En þegar á reynir stendur ekki steinn yfir steini,“ sagði Kolbrún.

„Þrátt fyrir ofangreint þá vill þessi meirihluti halda áfram að eyða peningum í ferðir og losa koltvísýring. En með þessu fyrirkomulagi sem hér er lagt til er dregið verulega úr útblæstri og auðvitað kostnaði. Kolefnisspor mun minnka og tími sparast sem ella færi í ferðir. Af hverju skyldi borgarstjóri ekki vilja standa jafnfætis umhverfisráðherra í þessum efnum? Vissulega kostar þetta þor og kjark og að vera tilbúinn að sjá á eftir ferðalögum erlendis,“ sagði Kolbrún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fulltrúar meirihlutans bókuðu:

Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni.

„Fjarfundir eru mikilvægt verkfæri til að spara fjármuni og draga úr kolefnisspori, en einnig til að nýta tíma starfsfólks sem best. Vandinn við tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins er að hún vegur að kjarasamningsbundnum réttindum starfsfólks og möguleikum þess til að nýta ferðastyrki aðila utan Reykjavíkurborgar. Þar má nefna að starfsfólk Reykjavíkurborgar sækir árlega fjölmarga ferðastyrki úr Erasmus styrkjakerfi Evrópusambandsins. Þá sækir starfsfólk borgarinnar mjög í ferðastyrki hjá stéttarfélögum sem þeir tilheyra. Meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar telur mikilvægt að sýna ítrasta aðhald í rekstri og meta þarf í hverju tilviki fyrir sig hvort nýta eigi fjarfundabúnað eða ferðast á fund. Það er þó ekki skynsamleg ráðstöfun að borgarráð taki til meðferðar ferðabeiðnir hvers starfsmanns á svo stórum vinnustað sem Reykjavíkurborg er.“

Næst kom bókun frá Sjálfstæðisflokki:

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir mikilvægi þess að notkun fjarfundabúnaðar verði aukin í starfsemi Reykjavíkurborgar. Eflaust má með fyrirkomulaginu ná fram auknu hagræði, minnka kolefnisspor og draga úr ferðakostnaði. Þó getur undir vissum kringumstæðum vissulega verið nauðsynlegt að mæta á staðfundi. Mikilvægt er að mótuð verði einföld stefna um þetta efni innan borgarkerfisins.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: