- Advertisement -

SA heldur fast í vísitöluna

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Það er alveg ljóst að almenningur á enn og aftur gjalda fyrir gengisfalli krónunnar, sama hvort litið verður á hækkun á vöruverði, eða hækkunar á höfuðstól verðtryggðra lána.

Nú liggur fyrir að innfluttir ávextir og grænmeti er að hækka frá 10% upp í allt að 110%. Þessar hækkanir eru að koma vegna framboðsskorts. Rétt er að vekja athygli á að þessar hækkanir eru fyrir utan gengisbreytingar.

Þessu til viðbótar eru hinir ýmsu heildsalar byrjaðir að tilkynna hækkanir til verslana á innfluttum vörum, hér eru nokkur dæmi:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • Síld og fiskur: 4,5%
  • Ásbjörn Ólafsson: 4 til 7%
  • Emmessís: 3,5%
  • Nathan&Olsen: 3,5% til 7%
  • Danól: vörur greiddar með dollurum 7,6% með Evru 4%

Við erum ekki öll saman í þessari baráttu.

Þetta eru bara örfá dæmi sem hér liggja nú þegar fyrir og þetta mun fara beint út í neysluvísitöluna og hækka verðtryggðarskuldir heimilanna jafnvel um tugi milljarða. Ekki virðist vera nokkur áhugi eða vilji hjá stjórnvöldum að setja tímabundið þak á neysluvísitöluna til að verja íslensk heimili.

Rétt er að geta þess að ég hef rætt þetta við forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins um að styðja okkur í ASÍ að fá stjórnvöld í að verja heimilin með því að taka vísitöluna tímabundið úr sambandi, en skilaboðin frá SA eru skýr, það kemur ekki til greina!!!!!!

Þessi afstaða Samtaka atvinnulífsins sýnir og sannar enn og aftur að við erum ekki öll saman í þessari baráttu, svo mikið er víst.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: