- Advertisement -

Upprisa yfirelítunnar

Vilhjálmur Birgisson.

Ég skal fúslega viðurkenna að það er hálf grátbroslegt að heyra að Anna G. Sverrisdóttir og Rannveig Rist stjórnarmenn í HB Granda sé miður sín núna að Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra fyrirtækisins skuli hafa verið sagt upp störfum og Guðmundur Kristjánsson hafi tekið við forstjórastöðunni.
Ég man ekki eftir að hvorki Anna G. Sverrisdóttir né Rannveig Rist hafi haft neinar áhyggjur þegar uppundir 100 fiskvinnslufólki var sagt upp störfum á Akranesi í fyrra, þegar stjórn HB Granda ákvað að hætta vinnslu á bolfiski fyrirtækisins á Akranesi. Rétt er að geta þess að vinnsla á bolfiski á Akranesi hafði staðið yfir samfellt yfir 100 ár hjá HB Granda á Akranesi.
Það er líka sorglegt og grátbroslegt að Anna G. Sverrisdóttir segir að ekki hafi legið fyrir fundinum upplýsingar um það hvers vegna talin væri þörf á að segja Vilhjálmi forstjóra upp störfum og Guðmundur í Brim tæki við forstjórastöðunni. Halló það komu engar upplýsingar né haldbær rök hjá stjórn HB Granda fyrir því að hætta bolfiskvinnslu á Akranesi og skilja eftir fiskvinnslufólk eftir á lífviðurværis. Já, yfirelítan er snögg að rísa upp þegar þau sjálf verða fyrir því sem þeim finnst ekkert mál að gera gagnvart fólki á gólfinu sem skapar hinn raunveruleg verðmætti fyrirtækja!

Vilhjálmur Birgisson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: