- Advertisement -

Samfélagið er rænt kvölds og morgna

Og þegar þessi staða afhjúpast stendur formaður Sjálfstæðisflokksins upp og bendir á hælisleitendur.

Gunnar Smári.

Gunnar Smári skrifaði:

Vanrækslu innviða er afleiðing stórfelldra skattalækkana á fyrirtækja- og fjármagnseigendur. Loforð nýfrjálshyggjunnar var að þessar skattalækkanir myndu auka öll umsvif í samfélaginu og auka skattheimtu ríkissjóðs, en ekki draga úr henni. Þetta gekk ekki eftir. Landsframleiðsla á mann dróst saman um meira en helming á nýfrjálshyggjuárunum í samanburði við áratugina á undan. Skattalækkun til hinn ríku eykur ekki hagvöxt heldur dregur úr honum.

Í kjölfar skattalækkunar til hinna ríku kom því niðurskurður opinberra þjónustu, samdráttur í fjárfestingu hins opinberra, gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu og skattahækkanir á venjulegt launafólk. Ofan á þetta bættist einka- og markaðsvæðing fleiri þátta sem jók enn á kostnað almennings, til dæmis stjórnlaust brask á húsnæðismarkaði sem margfaldaði húsnæðiskostnað. Almenningur hefur á nýfrjálshyggjuárunum því ekki aðeins borgað fyrir skattalækkanir hinna ríku einu sinni heldur þann kostnað margfalt í aukinni gjaldtöku, hærri sköttum, auknum húsnæðiskostnaði, lengri biðlistum, lakari þjónustu og veikari innviðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og þegar þessi staða afhjúpast stendur formaður Sjálfstæðisflokksins upp og bendir á hælisleitendur. Líklega mun hann baula í dag, saka hælisleitendur um að Suðurnesjamenn sitja nú í köldum húsum.

Það er verið að ræna þetta samfélag kvölds og morgna. En það er ekki vegna opinna landamæra. Það er vegna þess að auðstéttin hefur náð öllum völdum innan landamæranna og sýgur til sín öll verðmæti, auðlindir, eignir og völd. Og hún krefst þess að við aðlögumst þessu valdaráni og látum okkur það lynda.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: