- Advertisement -

Samfylkingin, Samherji og spillingin

„Ég skammast mín innilega. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að efla rannsóknir mútu- og skattalagabrota?“

Þannig skrifar Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu vegna seinagangsins hér í Samherjarannsókninni.

Helga Vala er ekki ein innan Samfylkingarinnar sem hefur vanþóknun á gangi málsins. Oddný Harðardóttir skrifar:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er skömm af því…

„Spillingarhættan vofir yfir okkur líkt og Namibíu þegar möguleiki er á skjótfengnum gróða með nýtingu auðlinda. Samfylkingin hefur frá stofnun flokksins haft skýra stefnu um hvernig gera má fiskveiðistjórnunarkerfið gegnsærra og réttlátara.

Það er skömm af því að auðlindarákvæði sé ekki komið í stjórnarskrá eftir afgerandi stuðning við það í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs fyrir næstum átta árum.

Það hlýtur því að vera viðfangsefni okkar stjórnmálamanna að sjá til þess að kerfið sem við setjum um nýtingu auðlinda, bæði um úthlutun nýtingaleyfa sem og verðlagningu þeirra, verði sem gagnsæjast og byggi á jafnræði.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: