- Advertisement -

Sanna fer til Spánar

Sanna Magdalena skrifar:

Ég er að fara á alþjóðlega ráðstefnu um félagslegt húsnæði eða hátið eins og það er kallað á ensku (International Social Housing Festival). Þar koma saman aðilar úr ýmsum ólíkum áttum og boðið er upp á þétta dagskrá með fyrirlestrum, vinnustofum og vettvangsferðum. Ekkert kostar á sjálfan viðburðinn og ég er mjög spennt fyrir því að fara á þessa hátið um félagslegt húsnæði sem verður haldin í Barselóna dagana 7.- 9. júní. Dagskráin inniheldur m.a. erindi um hvernig borgir geta stutt við húsnæðissamvinnufélög, kynningar á stöðunni í ólíkum löndum, fjallað verður um áskoranir og hvað sé hægt að læra af fortíðinni og hvernig megi nýta slíkt í framtíðaruppbyginngu. Ég veit að ég mun læra helling og hlakka til að segja nánar frá því. Sjá nánar hér: https://socialhousingfestival.eu/agenda/

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: