- Advertisement -

Segir kaupmátt aldraðra hafa hækkað mest

„Við breyttum kerfinu fyrir aldraða fyrir nokkrum árum sem varð til þess að kaupmáttaraukning þeirra varð umtalsvert meiri en allflestra annarra í samfélaginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í þingræðu.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafi áður sagt:

„Hvers vegna eru öryrkjar og aldraðir eini hópurinn sem ekki hefur fengið kjaraleiðréttingar? Ef þetta er svona einfalt, ef þið eruð að gera þetta, þá hljótið þið líka að geta svarað því: Hvers vegna hafa þeir ekki fengið lífskjarasamning? Hvers vegna hafa þeir ekki fengið kjaraleiðréttingar og hvenær eiga þeir að fá þær? Það hlýtur að eiga að sjá til þess nema það sé ákveðið og búið að ganga frá því þannig að það sé skrifað í sáttmálann að þessi hópur eigi ekki að fá leiðréttingu og eigi ekki að fá nema bara brotabrot af þeim hækkunum sem aðrir hafa fengið. Það sést best á því að um áramótin, bara fyrir nokkrum dögum, voru eldri borgarar og öryrkjar að fá rétt um 3% á sama tíma og launahækkanir hafa verið 7%. Ég bið hæstvirtan ráðherra að skýra þetta út fyrir mér: Hvers vegna í ósköpunum eiga þessir hópar að fá yfirleitt helmingi minna en allir hinir?“

„Núna hefur ríkisstjórnin í tengslum við lífskjarasamninga gert ýmislegt, þar á meðal breytt skattkerfinu sem kemur einmitt þeim best og mest til góða sem minnstar hafa tekjurnar,“ sagði formaður Framsóknar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við höfum átt í langvarandi samtali við forsvarsmenn öryrkja og ég vona svo sannarlega að við náum að ljúka því samtali, komast í kerfisbreytingu sambærilega þeirri sem við gerðum með aldraða fyrir nokkrum árum þannig að við séum komin á sama stað með báða þessa hópa,“ sagði Sigurður Ingi.

Ráðherrann var sýnilega þreyttur á að svara Guðmundi Inga:

„Háttvirtur þingmaður veit vel að þetta er svona og getur ekki komið upp daginn út og daginn inn og haldið því fram að við séum ekki að gera nákvæmlega það sem við erum að gera.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: