- Advertisement -

Segir kokhreysti Kristrúnar vera meiri en þekking hennar og reynsla

Ole Ant­on Bielt­ved:
Útprentuð stefnuræða henn­ar tel­ur tíu síður. Fyr­ir und­ir­rituðum lítið bita­stætt og án þess að vilja vera dóna­leg­ur verð ég að kalla efni þess­ara tíu síðna bla­bla­bla; bil­l­eg­ar klisj­ur.

Ole Ant­on Bielt­ved skrifar grein í Mogga dagsins. Þar skvettir hann köldu vatni á Kristrúnu Frostadóttur, nýkjörinn formann Samfylkingarinnar. Greinina kallar hann: „Tíu síður af blaðri“. Greinina byrjar hann svona:

„Sam­fylk­ing­in er nú búin að halda lands­fund og kjósa sér for­ystu. Fyr­ir und­ir­rituðum er ágæt­ur brag­ur á þess­um nýja mann­skap, studd­ur af þeim gamla, nema ef vera skyldi á nýj­um for­manni. Hún er ef­laust væn og vel­vilj­ug ung kona en fyr­ir mér ein­kenn­ist fram­ganga henn­ar og mál­flutn­ing­ur af kok­hreysti meira en þekk­ingu og reynslu.

Útprentuð stefnuræða henn­ar tel­ur tíu síður. Fyr­ir und­ir­rituðum lítið bita­stætt og án þess að vilja vera dóna­leg­ur verð ég að kalla efni þess­ara tíu síðna bla­bla­bla; bil­l­eg­ar klisj­ur.

Und­ar­leg var dag­skrá fund­ar­ins í því að fyrst skyldi formaður kos­inn og næsta dag skyldi hann gera grein fyr­ir stefnu sinni.

Formaður­inn nýi er full af sjálf­um­gleði og sjálfs­ör­yggi, sum­ir telja styrk í því, kann tölu­vert fyr­ir sér í hag­fræði, sem meira er þó sniðin að stór­um og marg­brotn­um hag­kerf­um en því ís­lenska, en hún er mest reynslu­laus og þar með kunn­áttu­lít­il ekki bara um ís­lensk þjóðfé­lags­mál held­ur líka alþjóðastjórn­mál.

Und­ar­leg var dag­skrá fund­ar­ins í því að fyrst skyldi formaður kos­inn og næsta dag skyldi hann gera grein fyr­ir stefnu sinni. Sum­ir hefðu kallað þetta að hafa enda­skipti á hlut­un­um. Skyldi nýr formaður hafa fengið sama fylgi, um 95%, ef þessu hefði verið snúið við?

Nýr formaður tal­ar mikið um vel­ferðar­kerfið, „end­ur­reisn þess“. Þetta er þó frek­ar inni­halds­lít­il stefnu­mörk­un þar sem all­ir flokk­ar lands­ins vilja og stefna á það sama; að styrkja og bæta vel­ferð lands­manna.“

Ole Anton hlífir Kristrúnu ekkert. Síðar í greininni segir:

„Aðrar leiðir til að bæta og styrkja vel­ferðar­kerfið eru auk­in skatt­heimta, aukn­ar lán­tök­ur rík­is­sjóðs, lækk­un út­gjalda, auk­in verðmæta­sköp­un og/​eða nýj­ar tekj­ur.

Auk­in skatt­taka þjóðfé­lags sem búið er að berja til og frá í skatt­töku af mörg­um stjórn­mála­flokk­um og rík­is­stjórn­um og verið hef­ur í mót­un ára­tug­um sam­an er lang­sótt leið og erfið.

Aukn­ar lán­tök­ur eru held­ur ekki góð leið, þær þýða í reynd að nú­ver­andi kyn­slóð vilji auka sína vel­ferð með lán­tök­um, sem lenda svo á börn­um og barna­börn­um.

Ekki mik­il reisn yfir slíkri hug­mynd, og akkúrat hér má hæla nú­ver­andi fjár­málaráðherra fyr­ir það hvernig hann hef­ur fært niður skuld­ir rík­is­sjóðs á und­an­förn­um árum og tryggt Íslend­ing­um sterk­ari fjár­hags­stöðu en flest­ar vest­ræn­ar þjóðir njóta.

Þessi sterka fjár­hags­staða rík­is­sjóðs gerði okk­ur kleift að fjár­magna heims­far­ald­ur­inn án mik­illa vand­kvæða. Þessi lág­skulda­stefna trygg­ir líka að vaxta­kostnaður rík­is­sjóðs lækk­ar og má nota það fé sem þar losn­ar ein­mitt til að bæta vel­ferð.

Samfylkingin:

Þessa leið vill nýr formaður þó lítt sjá. Ger­ir hún þá í leiðinni lítið úr af­stöðu sinna flokks­manna, en í skoðana­könn­un sl. sum­ar voru 94% þeirra sam­fylk­ing­ar­manna sem af­stöðu tóku með ESB-aðild.

Lækk­un út­gjalda rík­is­sjóðs er erfið leið og tor­sótt. Þar rek­ast menn á marga veggi. En ein leið til lækk­un­ar út­gjalda rík­is­sjóðs, fyr­ir­tækja lands­ins og al­menn­ings er þó greiðfær ef menn sam­ein­ast um hana:

Með inn­göngu í ESB og upp­töku evru myndu vext­ir af lán­um og skuld­um stór­lækka, kostnaður all­ur þar sem láns­fjár­magni er beitt lækka auk þess sem upp­taka evru myndi laða er­lenda banka og smá­sölu­keðjur til lands­ins, sem myndu keyra niður banka­kostnað og smá­sölu­verð. Ekki síst myndu fjár­fest­ar koma til lands­ins með stór­aukið fjár­magn, at­vinnu­lífi og fram­sókn þess, ný­sköp­un, verðmæta­sköp­un í land­inu, til góðs.

Þessa leið vill nýr formaður þó lítt sjá. Ger­ir hún þá í leiðinni lítið úr af­stöðu sinna flokks­manna, en í skoðana­könn­un sl. sum­ar voru 94% þeirra sam­fylk­ing­ar­manna sem af­stöðu tóku með ESB-aðild.

Varðandi nýj­ar tekj­ur hef ég bent á þá leið sem Norðmenn fara, þar sem þeir munu frá 1. janú­ar 2023 taka leigu, af­nota- eða auðlinda­gjald, fyr­ir af­not af sam­eig­in­leg­um auðlind­um norsku þjóðar­inn­ar, en haf, land og loft, sem ekki er í sér­eign, verður þar nú skil­greint sem sam­eign þjóðar­inn­ar.

Ekki virðist formaður­inn hafa fylgst mikið með þessu, hvað þá til­einkað sér þá stefnu, held­ur fara meira und­an í flæm­ingi þegar auðlinda­mál­in ber á góma.“

Hér er fast skotið. Framtíðin er óráðin. Sjáum hvað setur, er gagnrýni Ole Antons réttmæt?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: