- Advertisement -

Sigmundi var vísað út úr VMA

Björn Valur Gíslason, fyrrum þingmaður VG, skrifaði:

Fyrir nokkrum árum ældi sauðdrukkinn þingmaður framsóknarflokksins yfir farþega í millilandaflugi. Fjöldi vitna var að atvikinu, farþegar og starfsfólk flugfélagsins, sem sagði þingmanninn hafa verið blindfullann og varla staðið í lappirnar. Þegar þingmaðurinn rankaði við sér fullyrti hann hinsvegar að um iðrakveisu hefði verið að ræða og að hann myndi leita til læknis vegna hennar. Þannig urðu til tvennar sögur að atburðinum og efasemda fræjum sáð um hvað raunverulega gerðist og að vitni segðu satt og rétt frá. Flugfélagið setti sig svo í stellingar til að finna þann sem kjaftaði frá æluferð þingmannsins, sem var auðvitað aðalmálið.

Málið fjaraði svo út, allt varð gott aftur og þingmaðurinn hefur setið nánast látlaust í ríkisstjórn frá æluflugferðinni frægu.

Í gær gerðist það svo að formaður stjórnmálaflokks við þriðja mann mætti óboðinn í framhaldsskóla og fór heldur dólgslega um þar til hann og fylgdarlið hans var beðið af stjórnendum um að yfirgefa skólann. Fyrr um daginn höfðu frambjóðendur allra flokka fundað með nemendum og spurningar nemenda til frambjóðanda flokks formannsins farið eitthvað fyrir brjóstið á honum og hann því mættur í skólann til að rétta af kúrsinn hjá nemendum. Fjöldi vitna var að upp á komunni og eitthvað af því sem þar gerðist myndað og skráð. En þrátt fyrir það þrætir formaður flokksins nú fyrir og segir að þetta hafi í raun alls ekki gerst, heldur hafi skólameistari misbeitt valdi sínu gegn honum í pólitískum tilgangi og eyðilagt góða samkomu hans með nemendum. Og aftur eru tvennar sögur sagðar af máli og efasemda fræjum sáð um að vitni og starfsfólk skólans segi satt og rétt frá.

Málið mun svo fjara út, allt verða gott aftur og dólgslegi formaðurinn mun líklega styrkja pólitíska stöðu sína nokkuð í komandi kosningum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: