- Advertisement -

Sigurður Ingi og lengd kílómetrans

„Hinn jafnlyndi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti útvarpsstöðinni Bylgjunni tilfinningaþrungið viðtal í vikunni. Málefnið sem vakti blóðhita með ráðherra var vísitala neysluverðs. Sigurður Ingi virtist telja uppsprettu verðbólgunnar hér á landi vera Hagstofu Íslands. Til að hemja hana skoraði hann á stofnunina að taka hinn svo kallaða húsnæðislið úr vísitölu neysluverðs,“ skrifar Sif Sigmarsdóttir pistlahöfundur Fréttablaðsins.

„Tillagan kom flatt upp á Hagstofustjóra sem sagði vísitölu neysluverðs ekki vera annað en mælikvarða sem notaður væri til að „reikna út kaupmátt launa og hvernig kjörin eru að breytast“ en húsnæðiskostnaður er einn stærsti kostnaðarliður flestra heimila. Seðlabankastjóri tók í sama streng. Aðspurður hvort slíkt uppátæki gæti kallast efnahagsaðgerð sagðist hann „ekki myndu segja það“,“ skrifar Sif.

Greinina endar hún svona:

„Hagstofan mælir breytingar á útgjöldum heimila með vísitölu neysluverðs. Niðurstaðan er gefin út bæði með og án húsnæðisliðarins. Hvernig brugðist er við niðurstöðum mælinganna, hvort þær liggi til dæmis til grundvallar lánakjörum á formi verðtryggingar, er hins vegar pólitísk ákvörðun.

Það er ekki Hagstofan sem sveiflar efnahagslífinu, ekki frekar en veðurfræðingar stýra veðrinu. Efnahagsbatinn er í verkahring Sigurðar Inga sjálfs.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: