- Advertisement -

Sigurður Ingi þarf að reikna og reikna rétt

Þau hafa yfirgefið þingflokk Vg og jafnvel flokkinn sjálfan: Ásmundur Einar, Jón Bjarnason, Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslasn, Andrés Ingi og Rósa Björk. Fleiri en skipa suma þingflokkar.
Sigurður Ingi þarf að vera fljótari að reikna nú en síðast.

Fyrir nánast réttum fjórum árum sátu forráðamenn nokkurra flokka og ræddu stjórnarmyndun. Öll þjóðin, nema einn einasti maður, vissi að samtals höfðu flokkarnir eins manns meirihluta, næðu þeir saman. 32 þingmenn gegn 31.

Sá eini sem ekki fattaði þetta var Sigurður Ingi. Það var nokkru eftir að hann bauð sína eigin stássstofu sem fundarstað. Skyndilega hætti Sigurður Ingi og Framsókn við. Hann sagðist þá hafa gert sér grein fyrir hversu naumur meirihlutinn yrði. Hann og Katrín skokkuðu beinustu leið í Valhöll. Þar beið Bjarni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nýjustu skoðanakannanir benda til að ríkisstjórnarflokkarnir þrír, eða réttara sagt Sjálfstæðisflokkurinn og fylgitunglin tvö, nái eins manns meirihluta í komandi kosningum. Sigurður Ingi verður að vera fljótari að reikna nú en síðast. Dæmið verður flóknara núna. Vinstri græn missa nefnilega þingmenn úr eigin flokki í hvert sinn sem flokkurinn er í ríkisstjórn.

Til upprifjunar og skrifað eftir minni þá hafa þessir, þá starfandi þingmenn, hætt í Vg: Ásmundur Einar, Lilja Mósesdóttir, Jón Bjarnason, Atli Gíslason, Rósa Björk og Andrés Ingi. Efast ekki um að ég er gleyma einhverjum.

Þannig að ríkisstjórn þar sem Vg er með í pakkanum þarf að hafa gott betur en eins manns meirihluta. Svo segir reynslan. Vill einhver segja Sigurði Inga þetta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: