- Advertisement -

„Sjálf­stæðis­flokki hlýt­ur að vera brugðið“

Það hef­ur komið fyr­ir að þrír slík­ir hafa ekki endi­lega viljað í slíka stjórn, en að þeir ráði ekki við það er ný­lunda.

Hluti leiðara Moggans í dag er fínn. Hér er hann:

„For­ystu­menn stjórn­mála­flokka eru tekn­ir að horfa til næstu kosn­inga. En ekki endi­lega glaðbeitt­ir all­ir. Ný skoðana­könn­un birt­ist og neyðir þá suma til að horfa fram­an í „al­vör­una“. En reynsl­an kenn­ir okk­ur að kann­an­ir sem birt­ast á þess­um tíma, þegar kjör­tíma­bil er vel hálfnað, segja ekki endi­lega alla sög­una. Senni­lega er rétt að benda á þá þekktu staðreynd í út­skýr­ing­um og mati á ný­feng­inni „niður­stöðu“. En sam­talið, sem for­ystu­menn eiga hins veg­ar við sjálfa sig, geng­ur út á að erfiðar spár ber að taka al­var­lega og íhuga þá kosti sem eru fyr­ir hendi til að breyta þeim í hag­felld­ari úr­slit.

Dæm­in sýna að slíkt er hægt. Hin dæm­in eru einnig til sem sýna að flokk­ar sem eru á mik­illi sigl­ingu og óvæntri á miðju kjör­tíma­bili halda fylg­is­bylgj­unni illa. Mörg slík sanna að iðulega er fylg­is­skot af því tagi frem­ur aðvar­an­ir til flokka frá stuðnings­mönn­um sem lengi hafa verið trú­ir en óánægj­an með „sinn flokk“ er raun­veru­leg. En óánægja á miðju kjör­tíma­bili gef­ur flokkn­um færi á að gera bet­ur og upp­skera skár en horf­ur standa nú til. Alþýðuflokk­ur­inn heit­inn fór á slíka sigl­ingu og komst upp í 30% í könn­un­um, en úr­slit­in 1991 dugðu aðeins til að tryggja flokkn­um tíu þing­menn og kjör­tíma­bili síðar var sá ágæti flokk­ur kom­inn niður í sex.

Sjálf­stæðis­flokki hlýt­ur að vera brugðið við ný­lega könn­un og sama saga gild­ir um hina stjórn­ar­flokk­ana tvo. Nú­ver­andi rík­is­stjórn þriggja flokka, að jafnaði öfl­ugra, dug­ar þeim ekki að sögn nýj­ustu könn­un­ar til að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn. Það hef­ur komið fyr­ir að þrír slík­ir hafa ekki endi­lega viljað í slíka stjórn, en að þeir ráði ekki við það er ný­lunda.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: