- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn að springa

Sigurjón Magnús Egilsson:

Ekki er hægt að útiloka að mótþrói Sjálfstæðisflokksins verði til þess að ekki verði að samstarfi Vg og Sjálfstæðisflokks.

Sjálfstæðisflokkurinn er við það springa undan kröfum um að aflétta eigi öllum höftum vegna Covid. Æðsti presturinn í Hádegismóum sparar sig hvergi. Hann kallaði til Halldór Benjamín sem fékk forsíðuna.

Svandís Svavarsdóttir tilkynnti gagnslitlar aðgerðir. Fræðimenn segja hana hafa gengið alltof skammt. En ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Hann einn vill engar aðgerðir. Þrýstingurinn á flokkinn getur orðið óbærilegur.

Á langra valdatíð Sjálfstæðisflokksins hefur verið yddað stakt og stöðugt af Landspítalanum. Sem er núna mun veikari en hann var til dæmis fyrir fjármálaráðherratíð Bjarna Benediktssonar. Nú vill dómsmálaráðherrann opna allt. Svo unnt verði að djamma sem mest og sem lengst.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Halldór Benjamín:
Að því leyt­inu til voru hert­ar aðgerðir sem til­kynnt­ar voru von­brigði.“
Skjáskot: Víglínan

Horft er til Halldórs Benjamíns sem næsta formann flokksins. Hann fékk forsíðuna til að setja út á ráðstafanir Svandísar. Fari svo bæði VG og Sjálfstæðisflokkur sækist eftir heilbrigðisráðuneytinu verða átök að landa stjórnarsáttmála. Gefum Halldór Benjamín og Mogganum orðið:

„Það er af­skap­lega óheppi­legt að það sé sí­fellt verið að slá í og úr og breyta tak­mörk­un­um sem lagt var upp með. Núna erum við á tutt­ug­asta og fyrsta mánuði þessa ástands, níu­tíu pró­sent þjóðar­inn­ar, tólf ára og eldri, eru bólu­sett og við verðum að fara að finna viðvar­andi milli­veg sem meg­inþorri manna og fyr­ir­tækja get­ur farið að búa við og gert áætlan­ir sam­kvæmt þeim,“ sagði Hall­dór Benja­mín í gær í sam­tali við Morg­un­blaðið um hert­ar sóttvarnaaðgerðir og til­heyr­andi tak­mark­an­ir.

„Hringlanda­hátt­ur af þess­um toga, þar sem enda­mark­miðið virðist vera sí­breyti­legt og illa skil­greint, ger­ir ekk­ert annað en að rýra sam­stöðu og traust á þeim aðgerðum sem boðaðar eru hverju sinni. Að því leyt­inu til voru hert­ar aðgerðir sem til­kynnt­ar voru von­brigði,“ sagði hann.

Ekki er hægt að útiloka að mótþrói Sjálfstæðisflokksins verði til þess að ekki verði að samstarfi Vg og Sjálfstæðisflokks.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: