- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn í stríði við lífeyrisþega

Pólitískt markar þessi hugmynd hins vegar viss tímamót, að formaður Sjálfstæðisflokksins ætli að virða eignarréttindi fólks að vettugi.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.

„Vandinn er óumdeildur. Árið 2004 voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi fjármögnunar Íbúðalánasjóðs sem fólu í sér að sjóðurinn var fjármagnaður með óuppgreiðanlegum skuldabréfum, verðtryggðum á föstum vöxtum. Áhætta ríkisins var glannaleg því að lánþegar höfðu heimild til að greiða upp lán sín hvenær sem er, ríkið var fast en lánþeginn ekki. Og nú á að breyta þessum skuldabréfum með lögum. Vandinn er bara sá að fjármálaráðherra er þar brotlegur við stjórnarskrá. Alþingi þarf auðvitað að ræða vandlega hvernig á að leysa stöðu ÍL-sjóðs og Viðreisn mun ekki veigra sér við slíkri umræðu. En lausnirnar verða að vera byggðar á sanngirni og að lágmarki að vera löglegar. Það er ekki hægt að tækla pólitísk mistök með því að gera önnur stærri. Meðferðin má ekki vera hættulegri en sjálfur sjúkdómurinn og stjórnvöld ættu að setjast við samningaborðið og reyna að ná fram skynsamlegri og löglegri lendingu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.

Hún óskaði sérstakar umræðu um stöðu ÍL-sjóðs. Hún er afar ósátt við þá aðferð sem Bjarni Benediktsson vill beita,

„Fyrir liggja tvö vel rökstudd lögfræðiálit um að í boðaðri lagasetningu felist brot á eignarréttarákvæði stjórnarskrár sem muni framkalla bótaskyldu ríkissjóðs. Hvers vegna hefur formaður Sjálfstæðisflokksins engar áhyggjur af því að tillögur hans séu taldar aðför að eignarréttinum sjálfum? Málið er í mínum huga skýrt lagalega; þessar hugmyndir fela í sér brot á stjórnarskrá. Pólitískt markar þessi hugmynd hins vegar viss tímamót, að formaður Sjálfstæðisflokksins ætli að virða eignarréttindi fólks að vettugi. Lífeyrissjóðirnir, fulltrúar, lífeyrisþega landsins, hafa sagt að þessar tillögur muni leiða til dómsmála. Dómsmál um stöðu eignarréttarins á Íslandi muni setja viðskiptalífið í uppnám, hafa alvarleg áhrif á trúverðugleika ríkissjóðs. Og hver verður staða ríkissjóðs í samningum þegar þetta er orðsporið? Hvaða lánskjör bjóðast stjórnvöldum sem ganga svona fram?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auðvitað ekki.

Fjármálaráðherra hefur talað um þetta mál eins og hann sé með þessu að sýna ábyrgð, að hann sé með þessu að gæta hagsmuna ríkissjóðs og framtíðarkynslóða. En þá spyr ég: Hvaða mynd er hæstvirtur fjármálaráðherra að teikna upp þegar ríkið hefur með lagasetningu í reynd afnumið eignarréttinn? Þegar ríkið hefur fírað upp í dómsmál þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í stríði við lífeyrisþega, skaðað eðlilegt traust um að gerðir samningar standi? Þjónar það hagsmunum framtíðarkynslóða? Auðvitað ekki. Og það þjónar heldur ekki hagsmunum ríkissjóðs til lengri tíma,“ sagði Þorbjörg Sigríður.

Hér má lesa alla ræðu ÞSG.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: