- Advertisement -

Sjálfstæðismenn vilja leita að asbesti

„Asbest hefur fundist í byggingum sem áður hýstu Áburðarverksmiðju ríkisins, t.d. húsnæði sem leigt hefur verið út til listamanna af hálfu Reykjavíkurborgar,“ bókuðu sjálfstæðismenn í borgarráði.

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram tillögu þess efnis að kortlagt verði hvar asbest er að finna í byggingum í eigu Reykjavíkurborgar. Mikilvægt er að sú þekking sé til staðar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram tillögu um það að kannað væri hvort asbest væri í þessari byggingu sem núna er verið að samþykkja að selja en við þeirri ósk var ekki brugðist. Það er mikilvægt að fólk sem er að vinna að endurgerð húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar sé meðvitað um það hvort að asbest sé að finna í húsnæðinu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: