- Advertisement -

Sjávarútvegsráðstefnan hefst í dag

Sjávarútvegsráðstefnan byrjar á Grand Hótel Reykjavík í dag og verður á morgun líka. Tilgangur hennar er að stuðla að faglegri og fræðandi umræðu um sjávarútveg. Þetta verður í fimmta sinn sem Sjávarútvegsráðstefnan er haldin.

Erla Kristinsdóttir, formaður Sjávarútvegsráðstefnunnar, segir að ætíð sé reynt að hafa dagskrá ráðstefnunnar sem fjölbreyttasta og val fyrirlesara endurspegli það. Það sé t.d reynt að hafa sem flestar nýjar raddir á hverri ráðstefnu. „Fyrirlestrarnir verða svona sitt lítið af hverju, það verður til dæmis talað um fjárfestingartækifæri, nýsköpun og menntun. Að þessu sinni verður líka meira af ungum fyrirlesurum en verið hefur og konur verða sömuleiðis fleiri í hópi fyrirlesara og málstofustjóra,“ segir Erla. Nokkrir fyrirlesaranna koma erlendis frá og má þar nefna: Johann Williams frá norska sjávarútvegsráðuneytinu, Gunnar Knapp frá Háskólanum Í Alsaka og Hólmfríður Harðardóttir frá markaðssetningarfyrirtækinu Future Brand í New York.

Málstofur verða sem fyrr veigamikill þáttur ráðstefnunnar og snúast tvær þeirra um mikil hitamál, auðlindagjaldið og mismunandi fiskveiðistjórnunarkerfi (aflamark og krókaaflamark). ,,Svo verður auðvitað fjallað um klassísk mál sem eru fastur þáttur ráðstefnunnar og það er heimsframboð og markaðsmál,“ segir Erla. Á ráðstefnunni verða framúrstefnuverðlaunin líka afhent en þau eru fastur liður ráðstefnunnar. Framúrstefnuverðlaunin eru afhent fyrir hugmynd sem uppfyllir ákveðin skilyrði en þau eru: Hún verður að vera framúrstefnuleg, raunhæf, framsækin og frumleg og skapa umræðugrundvöll eða nýja hugsun.

Málstofur eru 10 og flutt verða rúmlega 40 erindi.  Verður hún sett kl 10. Hægt er að sækja dagskrá HÉR

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá síðu Sjávarútvegsráðstefnunnar.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: