- Advertisement -

Sjómenn og útgerðarmenn

sme

Fyrir mörgum, já nokkuð mörgum árum var ég stýrimaður á báti frá Ólafsvík. Forystumenn skipstjórnarmanna og háseta höfðu talað sig saman að standa ölduna hlið við hlið í komandi kjarasamningum.

Skipstjórnarmennirnir sviku samkomulagið. Þeir sömdu og fyrsti staðurinn sem þeir komu til, var Ólafsvík. Áður en þeir hófu að kynna samningana bar ég fram tillögu þess efnis að þeir snautuðu aftur til Reykjavíkur og setti samninginn í frost þar til hásetarnir höfðu samið. Tillaga mín var felld.

Meðal okkar fundarmanna voru nokkrir, sem voru hvoru tveggja skipstjórar og útgerðarmenn. Skipstjórinn sem ég var hjá var einn af þeim. Við sátum hlið við hlið á fundinum. Í fundarlok spurði ég hann hvort hann ætlaði að greiða atkvæði um samninginn. Hann játti því.

Þá sagðist ég ekki ætla að greiða atkvæði. Með þeim rökum að þeir fundarmenn sem voru bæði skipstjórar og útgerðarmenn hefðu meiri hagsmuni sem úgerðarmenn en sem launþegar.

Svo fór að þeir yfirgáfu fundinn án þess að kjósa um samninginn. Ég skilaðu auðu. Vildi ekki taka þátt í svikum við hásetana.

Nokkru áður fór ég með Daginn og veginn í Villa videó.

Fór með þetta í Villa video fyrir margt löngu.

Það er sem lítið hafi breyst, jú kannski til hins verra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: