- Advertisement -

Skattkerfið er gott við hin ríku

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar: Þeir frændur, Þorsteinn Már og Kristján, borguðu bara 244 m.kr. í fjármagnstekjuskatt af þessum 1220 m.kr. sem þeir borguðu sér út úr Samherja í arð. Ef skattur á fjármagnstekjur væri jafn hár og skattur á launatekjur hefðu þeir þurft að borga 482,3 m.kr. í skatt, rúmum 238 m.kr. meira.

Þótt fjármagnstekjuskattur sé víða lægri en skattur á launatekjur er munurinn óvíða viðlíka mikill og hér. Íslenska skattkerfið er gott við hin ríku en einstaklega vont við láglaunafólk og fólk með lægri meðaltekjur. Ef þeir frændur hefðu greitt af arði sínum til ríkisins eftir skattkerfi þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við; hefðu þeir borgað svona miklu meira í skatt, miðað við skattkerfi þessara landa:

Danmörk: 268.4 m.kr. meira í skatt
Frakkland: 175,7 m.kr. meira í skatt
Finnland 0g Írland: 158,6 m.kr. meira í skatt
Svíþjóð: 122,0 m.kr. meira í skatt
Bandaríkin: 104,9 m.kr. meira í skatt
Bretland og Portúgal: 97,6 m.kr. meira í skatt
Noregur og Spánn: 85,4 m.kr. meira í skatt
Ítalía: 73,2 m.kr. meira í skatt
Austurríki, Ísrael, Slóvakía og Þýskaland: 61,0 m.kr. meira í skatt
Ástralía: 54,9 m.kr. meira í skatt
Kanada: 31,7 m.kr. meira í skatt
Eistland: 12,2 m.kr. meira í skatt
Japan: 3,7 m.kr. meira í skatt

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er íslenska álagið, álagið sem almenningur ber af hinum ríku á Íslandi umfram það sem almenningur í öðrum löndum lætur yfir sig ganga.

Þetta er íslenska álagið, álagið sem almenningur ber af hinum ríku á Íslandi umfram það sem almenningur í öðrum löndum lætur yfir sig ganga.

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: