- Advertisement -

Skiptir aðhaldskrafa engu máli?

„Varðandi aðhaldskröfuna, hálft prósent, þá hefur verið sagt að heilbrigðisþjónustan muni verða tryggð og þessi aðhaldskrafa skiptir ekki sköpum í því samhengi,“ sagði Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknar, á Alþingi.

„Ég er ekki viss um að öldrunarstofnanir og heilbrigðisstofnanir úti um landið séu sammála því að aðhaldskröfurnar skipti engu máli,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Áður hafði hún sagt:

„Það er gerð krafa um aðhald í heilbrigðiskerfinu í ár og sama krafa á næsta ári samkvæmt þeirri áætlun sem við ræðum hér. Það eru líka gerðar aðhaldskröfur á öldrunarstofnanir og skóla á árinu 2022.“

Oddný sagði að hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta gert sé ráð fyrir að lækka fjárveitingar um fjögur prósent samkvæmt áætluninni.

Oddný talaði til Willums og sagði: „…en þó vitum við bæði, ég og háttvirtur þingmaður, að við erum þar í heilmiklum vanda og þegar kemur að rekstri hjúkrunarheimila og allri umgjörð um aldraða þá er það í miklum lamasessi.“

Gott er að minnast nýrra orða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um ágæti fjármálaáætlunar áranna 2022 til 2026:

„Ég tel að það væri mjög óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn, undir lok kjörtímabils, væri að leggja fram miklar framtíðaraðgerðir inn á næsta kjörtímabil sem hugsanlega verður einhverra annarra að útfæra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: