- Advertisement -

Skjalafals í ráðuneyti Bjarna?

„Allt þetta ferli hefur verið á þessa leið að toga hefur þurft allar upplýsingar út með töngum.“

„Það er augljóst að ráðuneytið hefur afmáð upplýsingar án þess að geta þess eða sýna það með augljósum hætti að eitthvað var afmáð. Í svari ráðuneytisins er ekkert minnst á að aðrar upplýsingar séu afmáðar svo sem lýsing á verkefninu,“ segir Sigurður Valtýsson fyrirsvarsmaður Frigusar, í samtali við Vísi.

Vísir er með merkilegt skúbb um Lindarhvolsmálið í dag.

„Ekkert í samskiptum við ráðuneytið benti til að texti hafi verið afmáður af þessum reikningum og ekkert er minnst á að texti hafi verið afmáður af þessum reikningum,“ segir Sigurður. Og bætir við:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Sú staðreynd að þetta var þannig framkvæmt að ekki væri hægt að sjá að eitthvað hafi verið afmáð, bendir til þess að ráðuneytið hafi vísvitandi reynt að leyna því að upplýsingar hafi verið afmáðar af reikningunum. Þetta kemur okkur hins vegar ekkert á óvart. Allt þetta ferli hefur verið á þessa leið að toga hefur þurft allar upplýsingar út með töngum.“

Sjá nánar á Vísi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: