- Advertisement -

Sósíalistar: Vilja endurvekja aðstöðugjald og hærri fjármagnskatta

Vilja endurvekja aðstöðugjald og hærri skatta á fjármagn

„Mikilvægt er að efla tekjustofna borgarinnar. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga: 60,6% af rekstrartekjum Reykjavíkur árið 2022. Útsvar er ekki lagt á fjármagnstekjur og telja Sósíalistar mikilvægt að borgin setji þrýsting á Alþingi um að það verði gert. Þegar skattar voru lækkaðir á atvinnuhúsnæði árið 2021 varð borgin af um 450 m.kr. á verðlagi ársins 2021. Í kjölfarið var seilst lengra í vasa almennings með tveimur gjaldskrárhækkunum árið 2022. Þó eru aðrir þættir ekki leiðréttir líkt og lág upphæð fjárhagsaðstoðar.“ sögðu sósíalistar á fundi borgarstjórnar.

„Mikilvægt er að aðstöðugjöld séu aftur sett á fyrirtæki innan Reykjavíkur og þau séu þrepaskipt. Eðlilegt er að smærri fyrirtæki greiði minna en þau stöndugri.

„Sósíalistar tala fyrir því að ekki verði litið á niðurskurð í grunnþjónustu sem hagræðingu. Hin sanna hagræðing felst þess í stað í því að fjárfesta í innviðum og þjónustu, því það skilar sér margfalt til baka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nauðsynlegt er að borgin nýti stöðu sína til að fara í öfluga félagslega húsnæðisuppbyggingu fyrir fólkið í þörf fyrir húsnæði. Eigið fé Félagsbústaða hækkar vegna matsbreytinga á eignum Félagsbústaða, nýta ætti góða stöðu þeirra til að standa undir uppbyggingu félagslegs húsnæðis en við árslok 2022 voru 872 á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar sem beðið er til lengdar,“ segir í bókun Sósíalista í borgarstjórn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: