- Advertisement -

Steingrímur afnam tveggja metra regluna

Alþingi / Þingmenn mega sitja þéttar nú en að undanförnu. Steingrímur J. Sigfússon þingforseti hefur afnumið tveggja metra regluna. Hann kynnti ákvörðun sína á síðasta þingfundi fyrir hvítasunnu.

„Forseti hefur ákveðið, að höfðu samráði við þingflokka og með aðstoð formanna þingflokka, að frá og með deginum í dag fari þingfundir fram með hefðbundnum hætti í þingsal. Allir þingmenn geta því setið í sínum sætum og greitt atkvæði með venjubundnum hætti. Það bráðabirgðafyrirkomulag sem tekið var upp 4. maí sl. um stækkun þingfundarsvæðis gildir því ekki lengur en í efrideildarsal og hliðarherbergjum verður áfram vinnusvæði fyrir þingmenn sem gefur þeim sem svo kjósa kost á að hafa rýmra um sig og fylgjast með þingfundi á skjá,“ sagði Steingrímur þegar hann kynnti breytingar fyrir þingheimi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: