„Verkalýðshreyfingin, eldri borgarar og atvinnulífið hafa öll varað við afleiðingunum.“
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, skrifaði á Facebook.
„Með einu pennastriki hyggst ríkisstjórnin lækka eftirlaunin hjá fólki sem hefur borgað í lífeyrissjóði alla starfsævina og um leið rýra framtíðarréttindi verkafólks á almennum vinnumarkaði um 5–6 %. Frumvarpið er keyrt áfram rétt fyrir þinglok, þvert á ráðleggingar fjármálaráðuneytisins sem kom seint að borðinu þótt áhrifin hlaupi á milljörðum króna.
Við í Framsókn viljum bæta kjör örorkulífeyrisþega, en það gerum við ekki með því að skerða áunnin, stjórnarskrárvarin réttindi fólks. Verkalýðshreyfingin, eldri borgarar og atvinnulífið hafa öll varað við afleiðingunum.
Þjóðfélagshópum er stillt upp hvorum gegn öðrum. Málið er hroðvirknislega unnið, og ef þetta er dæmi um frábæra verkstjórn ríkisstjórnarinnar þá eru mjög fáir sammála því. Segjum nei við frumvarpi sem skerðir lífeyrisréttindi og brýtur stjórnarskrárvarin réttindi fólks. Í grundvallarmáli sem þessu krefjumst við vandaðra vinnubragða, betri greininga og raunverulegs samráðs.“