- Advertisement -

„Strætó er á barmi gjaldþrots“

Srætó er bæði óhagkvæmur og dýr.

„Strætó er á barmi gjaldþrots. Hvernig á fólk að komast leiðar sinnar? Þetta eru einu almennings samgöngurnar. Er ekki bara best að fá sér bíl kunna margir að segja sem treystu á strætó. Þetta er hvatning til þess því það er skárra að finna sér ódýran bíl en að treysta á strætó, sem er bæði óhagkvæmur og dýr,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, á borgarstjórnarfundi.

Sósíalistar og Vinstri græn eru sammála um að strætó sé grunnþjónusta.

„Á sama tíma og borgaryfirvöld hvetja til meiri notkunar almenningssamgangna hækka þau fargjöld Strætó gífurlega. Gjaldskrá á árskortum ungmenna hefur hækkað um 60% án þess að sú hækkun hafi verið rökstudd. Það skýtur óneitanlega skökku við að þegar börn undir 12 ára aldri fá frítt í strætó þá mæta unglingarnir umtalsverðri hækkun. Ljóst er að þær hækkanir sem hafa orðið á fargjöldum eru ekki fallnar til þess að fjölga notendum strætó,“ sögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Kolbrún Baldursdóttir.
„Engin stefna, lítil aðkoma eigenda og engin aðkoma minnihlutafulltrúa.“

Meira frá Kolbrúnu í Flokki fólksins: „Á síðasta kjörtímabili lagði meirihlutinn í borgarstjórn allt kapp á að hindra bílaumferð inn á ákveðin svæði í borginni. Fólk var hvatt til að hjóla eða taka Strætó. En Strætó þarf þá að virka og fólk að hafa ráð á að taka sér far. Tíðni strætóferða skiptir miklu máli en ekki síður kostnaður hvers fargjalds. Árskort hafa hækkað svo um munar. Í raun er engin leið að ferðast hagkvæmt með strætó. Hvað varð um loforð Framsóknar um frítt í strætó? Almenningssamgöngur eru í lamasessi og talar meirihlutinn um borgarlínu sem allir vita að mun seinka. Flokkur fólksins telur að finna þurfi annað kerfi fyrir Strætó en byggðasamlag. Við rekstur almenningssamgangna á þetta kerfi illa við. Stjórn Strætó situr í lokuðu herbergi og tekur ákvörðun ýmist um að draga úr þjónustu eða hækka fargjöld. Engin stefna, lítil aðkoma eigenda og engin aðkoma minnihlutafulltrúa.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: