- Advertisement -

Svandís með 30 ára gamlar lummur

„Gylfa­skýrsl­an er kom­in út. Þar kem­ur margt fróðlegt fram. Meðal ann­ars að til þess að rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­ila árið 2019 hefði verið í jafn­vægi hefðu dag­gjöld­in þurft að vera 6,3% hærri en þau voru. Og þá er reynd­ar búið að taka frá fram­lag sveit­ar­fé­laga til þeirra heim­ila sem þau reka. Með fram­lög­un­um hefði hækk­un­in ekki þurft að vera svo mik­il. En þess ber að geta að sveit­ar­fé­lög­um lands­ins ber eng­in skylda til að greiða með rekstri hjúkr­un­ar­heim­ila,“ skrifar Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna og formaður Samtaka í velferðarþjónustu, í Moggann.

„Marg­ir hafa brugðist við niður­stöðum skýrsl­unn­ar. Þar á meðal heil­brigðisráðherra. Á síðasta ári þegar vinna við gerð skýrsl­unn­ar var í full­um gangi sagði sami ráðherra, og reynd­ar nær all­ir þeir stjórn­mála- og emb­ætt­is­menn sem tjáðu sig á annað borð, að það væri mjög mik­il­vægt að fá niður­stöður henn­ar til að átta sig á því hversu mikið fjár­magn vantaði inn í rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­il­anna. Sami ráðherra seg­ir nú, þegar fyr­ir ligg­ur að það vant­ar tals­vert fjár­magn inn í rekst­ur­inn, að rík­is­valdið (ráðherr­ann) sé bundið af fjár­lög­um og það sé ekki hægt að bæta við fjár­magni inn í van­fjár­magnaðan rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­il­anna. Sér­stakt. Einnig bend­ir ráðherr­ann á nauðsyn þess að huga að skipu­lagi öldrun­arþjón­ust­unn­ar, bæta í og auka við heima­hjúkr­un og eyða minni fjár­mun­um í rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­ila. Hár­rétt. Þetta eru reynd­ar gaml­ar lumm­ur sem ég hef heyrt oft áður á þeim rúmu 30 árum sem ég hef starfað í öldrun­arþjón­ust­unni. Og hingað til hef­ur því miður oft­ar en ekki lítið orðið um efnd­ir. En ég tek engu að síður und­ir þessi orð ráðherra og það er mjög mik­il­vægt að öll­um þeim fjár­mun­um sem varið er til umönn­un­ar aldraðra sé sem best varið, fyr­ir alla aðila. En breyt­ing á framtíðarfyr­ir­komu­lagi öldrun­arþjón­ustu hjálp­ar ekki hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins í nú­ver­andi rekstr­ar­vanda,“ skrifar Gísli Páll.

„Ég tel afar brýnt að sá vandi verði leyst­ur með viðun­andi hætti. Sam­tal milli aðila væri gott fyrsta skref. Búið er að skil­greina hver vand­inn er, það kem­ur fram í skýrsl­unni góðu. Nú vant­ar bara góðan vilja ráðamanna lands­ins til að leysa hann. Hef fulla trú á því að það tak­ist. Fjár­lög­um rík­is­ins hef­ur áður verið breytt af minna til­efni en því að halda rekstri hjúkr­un­ar­heim­ila hér á landi gang­andi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: