- Advertisement -

„Svörin voru heldur rýr“

„Fjárlaganefnd sendi dómsmálaráðuneytinu nokkrar spurningar um útgjöld vegna alþjóðlegrar verndar og vil ég þakka formanni fjárlaganefndar fyrir það frumkvæði að senda þessar spurningar til ráðuneytisins vegna þess að þær eru mjög mikilvægar. Þarna voru t.d. spurningar eins og hvaða leiðir ráðuneytið telur færar til að ná fram kostnaðarlækkun í málaflokknum. Þarna er fjárlaganefnd að fylgja því eftir að menn reyni að nýta fjármunina sem best.“

Þetta sagði Birgir Þórarinsson Miðflokki á Alþingi þegar rætt var um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra.

„Ég verð að segja það, herra forseti, að svörin voru heldur rýr. Ég skal nefna eitt svar sem kom frá dómsmálaráðuneytinu. Það hljóðar svo: Þegar kemur að mati á kostnaði við umsækjendur um alþjóðlega vernd eru það mjög margar breytur úr ólíkustu áttum sem geta haft áhrif á niðurstöðu. Herra forseti. Þetta er náttúrlega ekkert svar. Það er verið að spyrja um hvernig menn ætla að lækka kostnaðinn og þá er svarið bara: Það eru margar breytur úr ólíkum áttum sem geta haft áhrif á niðurstöðu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: