- Advertisement -

Teygt og togað og skrípaleikur

Sigurjón Magnús Egilsson:

Hafi fólkið samvisku getur ekki annað verið en það hafi óbragð í munni þegar samþykkt verður að seinni talningin verði látin gilda. Sú hefur þegar verið dæmd sem refsibrot.

Valdamest er fjármálaráðuneytið og mesti metnaðurinn fylgir forsætisráðuneytinu. Þar sem Framsókn vann góðan sigur í kosningunum þarf Sigurður Ingi að fá ráðuneyti sem vegur á við ráðuneyti Bjarna og Katrínar.

Yfir þessu hafa þau þrjú setið í marga daga. Innviðaráðuneyti verður til. Ekki vegna þess að stjórnsýslan þarfnist þess. Nei, alls ekki. Vegna þess að Sigurður Ingi og Framsókn þarfnast þess. þau teygja og toga stjórnsýsluna vegna sigur Framsóknar í kosningunum.

Starfsfólk verður flutt hingað og þangað. Verkefni fara á flug og óvíst er um lendinguna. Þetta er ótrúlegt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kynning á þessu öllu er svo hengd á niðurstöðu Borgarnessskrípaleikinn. Það er með hreinum ólíkundum hvernig það mál þróast. Fer að minna á Landsréttarmálið. Munu láta slag standa sem svo kallar á dómsmál í framhaldinu.

Hafi fólkið samvisku getur ekki annað verið en það hafi óbragð í munni þegar samþykkt verður að seinni talningin verði látin gilda. Sú hefur þegar verið dæmd sem refsibrot.

Allt er þetta með mestu ólíkindum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: