- Advertisement -

Það er vitlaust gefið

Kristján Hreinsson:

Einhverju sinni ritaði ég stutta klausu um Bjarna Ben. Kona ein sem var þáverandi vinur minn á Facebook sagði að það væri viðbjóðslegt af mér að draga þetta fram með þessum hætti. Í ljós kom að henni þótti sannleikurinn einum og skýr og allt of greinilegur.

Mér var lengi vel sagt að Ísland væri eitt ríkasta land veraldar. Á Íslandi er ekki bara gott að gleyma staðreyndum – heldur bráð-nauðsynlegt fyrir alla sem vilja lifa af. Nú keppist íslenska þjóðin við að gleyma því að afskriftir fjölskyldufyrirtækja Bjarna Ben voru og eru 130 milljarðar eða 130.000.000.000,- krónur. Þjóðin rembist við að gleyma því að í svokölluðum Glitnisskjölum kemur fram að Bjarni Benediktsson stýrði fyrirtækja- og félagasamstæðu Engeyjarfjölskyldunnar á árunum fyrir hrunið 2008.

Hér keppist fólk við að mæra Íslendinga fyrir hollustu við alþjóðasamfélagið sem blekkti alla með tveggja ára sóttkví. Hér keppist fólk við að mæra ríkisstjórn sem greiðir himinháa húsaleigu fyrir á þriðja þúsund flóttamanna. Hér mærir fólk ríka kvótakarla. Hér segir fólk ekki svo mikið sem eitt einasta orð þótt handhafar ríkisvaldsins gefi vinum og vandamönnun eigur ríkisins.

Velferð okkar snýst ekki um það sem við þykjumst ætla að gera. Hún nærist ekki á sýndarmennsku og yfirborðsmennsku, hún dafnar ekki af umburðarlyndi og aumingjavæðingu. Velferð okkar er tryggð með samstöðu.

Hér vil ég nefna nokkur dæmi um sviksemi við velferð Íslendinga.

 • 1. Á Íslandi eru til ellilífeyrisþegar sem hafa ekki efni á að kaupa lyf.
 • 2. Á Íslandi eru öryrkjar sem lifa varla af þeim bótum sem þeir fá.
 • 3. Á íslandi er til fólk sem hefur ekki efni á læknisaðstoð.
 • 4. Á Íslandi er til fólk sem fær ekki vist á sjúkrahúsum.
 • 5. Á Íslandi er til ungt fólk sem hefur ekki efni á tannviðgerðum.
 • 6. Á Íslandi eru til börn sem fara svöng að sofa.
 • 7. Á Íslandi er til andlega vanheilt fólk sem fær enga aðstoð.
 • 8. Á Íslandi er til fólk sem á hvergi húsaskjól.
 • 9. Á íslandi er til fátækt fólk sem sækir mat í ruslagáma.
 • 10. Á Íslandi er til fólk sem getur ekki greitt af lánum.
 • 11. Á Íslandi er til fólk sem getur ekki greitt húsaleigu.
 • 12. Á Íslandi er til fólk sem nýtur þess ekki að vera til.
Bjarni Benediktsson.
Nú keppist íslenska þjóðin við að gleyma því að afskriftir fjölskyldufyrirtækja Bjarna Ben voru og eru 130 milljarðar eða 130.000.000.000,- krónur.
Skjáskot: RÚV.

Ein fjölskylda fær gefins 130.000.000.000,- krónur. (Eitt hundrað og þrjátíu þúsund milljónir). Nokkrar fjölskyldur fá gefins helling af milljörðum á hverju ári. Við erum svo góð og svo umburðarlynd að við eyðum fúlgum í sannkallaða sýndarmennsku, opnum alla sjóði fyrir erlendum afætum en neitum að taka þátt í því að hjálpa þeim Íslendingum sem þurfa á okkar aðstoð að halda. Það kallast víst forgangsröðun. Hjálpum börnum að skipta um kyn en hjálpum ekki öldungum að kaupa lyf. Hjálpum flóttamönnum að búa í ókeypis leiguhúsnæði en okrum á öllum Íslendingum sem vilja eignast þak yfir höfuðið. Látum kvótahafa og örfáar fjölskyldur fá allt ókeypis en neyðum fjöldann til að berjast í bökkum. Gefum fáum allt en látum restina svelta.

Einhverju sinni ritaði ég stutta klausu um Bjarna Ben. Kona ein sem var þáverandi vinur minn á Facebook sagði að það væri viðbjóðslegt af mér að draga þetta fram með þessum hætti. Í ljós kom að henni þótti sannleikurinn einum og skýr og allt of greinilegur. Hún hafði sætt sig við það sem hún kallaði ,,mistök“ en kunni illa að meta lýsingu mína. Ég hafði einfaldlega birt eftirfarandi tilvitnun í Stundina:

,,Afskriftir fjölskyldufyrirtækja sem Bjarni tók þátt í að stýra eru 130 milljarðar. Glitnisskjölin sýna að það var Bjarni Benediktsson sem var ígildi forstjóra fyrirtækja- og fjárfestingarfélagasamstæðu Engeyjarfjölskyldunnar á árunum fyrir hrunið 2008.“

Ég sagði í umfjöllun minni að í fyrsta lagi væri það glæpsamlegt að ein fjölskylda ætti slík ítök að hún gæti hirt 130.000.000.000,- (eitt hundrað og þrjátíu þúsund milljónir). Þá sagði ég að ennþá stærri væri sá samfélagslegi glæpur sem fælist í því að láta yfirstjórn peningamála vera í höndum slíkrar glæpaklíku. Hið versta þótti mér þó að íslensk þjóð virðist vera sátt við glæpinn. Allavega hafa fréttamenn aldrei séð ástæðu til að ræða þessi mál við fjármálaráðherrann.

Áður en mér tókst að eyða orðum konunnar og setja hana á bannlista náði hún að kalla mig lygara, viðbjóðslegan aumingja, óþverra, gerviskáld og auk þess hafði hún skrifað að ég gæti aldrei orðið skáld. Reyndar hafði hún nokkru áður náð að mæra mig og kaupa af mér nokkrar bækur. En það var sem sagt áður en ég birti tölulegar upplýsingar um Bjarna Ben.

Það er einfaldlega vitlaust gefið!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: