- Advertisement -

Þar með þagnar ræðukóngur Alþingis

Sigurjón Magnús Egilsson:

Guðfræðingurinn, alþingismaðurinn, kirkjusmiðurinn og ræðukóngurinn sigldi undir fölsku flaggi í gegnum alþingiskosningarnar 25. september. Það er óheiðarlegt.

Fari sem sýnist að Sjálfstæðisflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn er einna víst að ræðukóngur síðustu síðustu ára mun breyta um stíl. Birgir Þórarinsson ræðukóngur er gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Af tveimur kostum velur hann eflaust þann skárri.

Birgir var fyrir  tveimur vikum  kjörinn á þing fyrir Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Leiða má líkum að því að Birgir hafi verið áðir búinn að ákveða að yfirgefa einkaflokk Sigmundar Davíðs. Birgir hefði aldrei nokkurn tíma náði kjöri til Alþingis með sínum nýja flokki.

Eftir Klaustursmálið vildi Birgir að kosið yrði á ný í trúnaðarstöður innan Miðflokksins. Hann varð undir. Klaustursdólgarnir höfðu betur. Nú sitja þeir saman tveir í þingflokki, Sigmundur Davíð og Bergþór Ólason. Það er nú það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Birg­ir Þór­ar­ins­son, þingmaður Miðflokks­ins, er ræðukóng­ur 150. lög­gjaf­arþings Alþing­is, sem lauk sl. föstu­dag með „þingstubbn­um“ svo­nefnda, er Alþingi kom sam­an í rúma viku. Birg­ir talaði einnig mest á 149. lög­gjaf­arþingi. Sam­an­lagt talaði Birg­ir nú í 1.840 mín­út­ur, eða sem svar­ar hátt í 31 klukku­stund, þegar bæði ræður og at­huga­semd­ir hafa verið tekn­ar sam­an,“ segir i frétt á mbl.is frá því í síðasta mánuði.

Innan Sjálfstæðisflokksins er sú hefð að þingmenn flokksins haldi sig til hlés í þingsalnum. Taki ekki þátt í umræðum þar nema þegar undan því verður ekki komist.

Guðfræðingurinn, alþingismaðurinn, kirkjusmiðurinn og ræðukóngurinn sigldi undir fölsku flaggi í gegnum alþingiskosningarnar 25. september. Það er óheiðarlegt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: