- Advertisement -

Þar sem stjórnmálafólk tekur afleiðingum gerða sinna

Þroskaðri ábyrgðarskilningur er forsenda þess að hægt sé að efla traust á íslenskum stjórnmálum og stjórnmálafólki!

Stefán Erlendsson skrifar:

Hvers vegna segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ekki af sér eins og írski landbúnaðarráðherrann sem sagði af sér fyrir svipaðar „sakir“ og íslenski ráðherrann?

Þessi mál eða atvik sýna vel þann mun sem er á íslenskri stjórnmálamenningu og stjórnmálamenningu í siðuðum lýðræðisríkjum þar sem stjórnmálafólk tekur afleiðingum gerða sinna og axlar ábyrgð – eða er látið sæta ábyrgð.

Fyrir vikið ríkir mun meira traust t.d. í írskum stjórnmálum en íslenskum. Ábyrgð og traust eru tvær hliðar á sama peningi og sá/sú sem ber ábyrgð/er ábyrg/ur á að borga þ.e. taka afleiðingum gerða sinna eða annarra sem undir hann/hana heyra ef því er að skipta…

Þroskaðri ábyrgðarskilningur er forsenda þess að hægt sé að efla traust á íslenskum stjórnmálum og stjórnmálafólki!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: