- Advertisement -

Þegar hlegið var að Steingrími

Þegar Alþingi ræddi aðild Íslands að EES var uppi margar skoðanir og varað við ýmsu sem gæti komið okkur illa eftir inngönguna. Ég var þingfréttamaðru DV þegar þetta var. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætsiráðherra og formaður Framsóknarflokksins, varaði ítrekað við að eftir inngöngu í EES, að hingað kæmu erlendir auðmenn sem myndu jafnvel kaupa hér jarðir, jafnvel heilu firðina og meina Íslendingum að fara um landið.

Steingrímur þótti gamaldags þegaar hann varaði við og jafnvel var hlegið af honum. Nú er það verða sem Steingrímur óttaðist.

Þess má geta að þegar þetta var var Steingrímur formaður Framsóknar og Halldór Ásgrímsson varaformaður. Steingrímur sagði nei við EES en Halldór sagði já. Formaðurinn og varaformaðurinn voru ósammála í þessu risamáli.

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: