- Advertisement -

Þekkingarleysi og dellumakerí

Guðni Ágústsson, Davíð Oddsson, Hannes Hólmsteinn, Vigdís Hauksdóttir og Hallur Hallsson.

„Þetta hefur verið áhugaverð umræða um tillögu okkar í Viðreisn um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Ég tel umræðuna um þessa tillögu einmitt sýna, ekki síst þegar maður hlustar á málflutning þeirra sem eru algerlega á móti Evrópusambandinu, sama hvað tautar og raular, hversu nauðsynleg þessi tillaga er. Menn hafa hér markvisst, af ásetningi eða bara af þekkingarleysi, farið með fleipur, trekk í trekk, allt frá því að tala um að við fáum bara einn eða tvo þingmenn yfir í að fara að tala um það dellumakerí að erlend fiskiskip verði hér um alla lögsögu. Það er algjörlega rangt,“ sagði Þorgerður Katrín á þingi í lok apríl í umræðu um tillögu Viðreisnar um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu.

„Sagan sýnir að þetta yrði farsælt skref en það þarf, og við viðurkennum það, að auka umræðu um aðildina í samfélaginu, kosti hennar og galla. Það á enginn að vera hræddur við það, ekki við í Viðreisn, aðrir flokkar sem eru hlynntir þessari leið eða þeir sem eru algjörlega á móti Evrópusambandinu. Það er ekki þannig í íslensku samfélagi að það séu einstaklingar, hvort sem þeir heita Guðni Ágústsson, Davíð Oddsson, Hannes Hólmsteinn, Vigdís Hauksdóttir eða Hallur Hallsson, sem ráða því hvað við setjum á dagskrá. Það kemur ekki til greina,“ sagði hún meðal annars í ræðunni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: