- Advertisement -

Þingmenn takast á um sumarþing

Ef það er satt sem Helgi Hjörvar nefndi, að umhverfisráðherra sé að kalla eftir sumarþingi, er það mjög gleðilegt. Þá eru fleiri komnir í lið með mér og þingflokksformanni Framsóknarflokksins, Sigrúnu Magnúsdóttur. Ég hvet fleiri þingmenn til að koma í lið með okkur. Ef við getum ekki klárað þetta almennilega núna fram á vor tökum við bara sumarþing. Við getum gert það. Við getum lagt fram þingsályktunartillögu saman um að gera það. Ég er búinn að kynna mér þetta aðeins og ég trúi ekki öðru en að þeir hv. þingmenn og hæstv. ráðherra sem ég nefndi verði með á þeirri þingsályktunartillögu.

Þetta sagði alþingismaðurinn og Píratinn Jón Þór Ólafsson, á Alþingi í gær, þegar umræða skapaðist um hvort þingið muni starfa í sumar eða ekki. Það var Helgi Hjörvar sem hóf umræðuna og sagði meðal annars: „Það er orðinn vikulegur viðburður að forustumenn úr Framsóknarflokknum kynna okkur í fjölmiðlum hugmyndir sínar um sumarþinghald. Það gerði í morgun hæstv. umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, í Morgunblaðinu og hefur trúlega ekki heyrt í forseta Alþingis í síðustu viku. Ég hvet Framsóknarflokkinn til þess, ef hann hefur þessar hugmyndir um sumarþing, að taka þær upp í forsætisnefnd þannig að flokkarnir geti komist að samkomulagi um það hvernig ætti að standa að slíku þinghaldi.“

Höskuldur Þór Þórarinsson Framsóknarflokki var hins vegar ánægður með afstöðu Jón Þórs og sagði hann vera til fyrirmyndar.

 

„Ég man að á síðasta kjörtímabili héldum við sumarþing, það var reglan frekar en undantekning. Stundum var fundað milli jóla og nýárs, kvöld- og næturfundir voru margir og við skoruðumst aldrei undan, fögnuðum því að Alþingi væri reiðubúið að taka á stórum málum og vanda sig. Það er kannski til marks um þau nýju vinnubrögð sem núverandi ríkisstjórn ætlar að taka upp og skorti aðeins á á síðasta kjörtímabili, þ.e. að taka sér tíma og vanda sig,“ sagði Höskuldur Þór meðal annars.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: