- Advertisement -

Þingmennirnir sem bönnuðu spurningarnar

Jóhann  Páll Jóhannsson skrifaði:

„Þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa beitt sér harkalega gegn því að fólkið í landinu fái að vita hvað kemur fram í greinargerð setts ríkisendurskoðanda um sölu Bjarna Benediktssonar á tugmilljarða ríkiseignum gegnum Lindarhvol ehf.

Hér má sjá hvernig atkvæði féllu 6. mars síðastliðinn þegar Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsókn beittu meirihlutavaldi á Alþingi til að banna mér að spyrja þingforseta um innihald greinargerðarinnar. Þetta var gerræðisleg afgreiðsla og hættulegt fordæmi til framtíðar (sjá nánar: https://www.visir.is/…/bannad-ad-spyrja-um-eigna-solu…).

Sömu flokkar beita sér gegn því að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd um Íslandsbankamálið, mál sem snýst einnig um óboðlega umgengni við sameiginlegar eignir almennings. Þetta getur ekki gengið svona lengur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: