- Advertisement -

Þórdís Kolbrún vill ekki sjá neinar launahækkanir – segir nóg komið

Þórdís K.R. Gylfadóttur fjármálaráðherra var gestur í Silfrinu í gærkvöld. Valgeir Örn Ragnarsson, stjórnaði þættinum. Hann spurði á einum stað?

Af hverju tekst okkur ekki að ná niður verðbólgunni eins og í öðrum löndum. Er eitthvað sem klikkar í hagstjórninni?

„Verðbólgan er há meðal annars vegna þess að við höfum einfaldlega hækkað laun umfram það sem er til skiptanna. Það er að segja þau verðmæti sem við sköpum í samfélaginu og er til skiptanna,“ svaraði Þórdís.

„Norðurlöndin gera það almennt ekki. Þau finna út úr því sem er til skiptanna og svo geta menn rifist um það hvernig því er skipt. Við höfum of oft í mörg ár hækkað laun umfram það. Það birtist þá með þessum hætti. Ég er alveg klár á því að það sé ekki bara forgangsmál mitt eða stjórnarflokkanna eða ríkisstjórnar. Heldur er það sameiginlegt mál okkar sem samfélags að ná tökum á verðbólgunni. Við vitum hvað þarf að gera til að komast þangað. Þá þurfum við að ganga í takt. Það er ekki nóg það á við um mig, og okkur öll, að benda á næsta aðila að hann þurfi að skila sínu. Heldur þurfum við að komast á þann stað að við sjáum hag okkar í því að gera það sem þarf til að ná verðbólgunni niður. Það er það sem allar fjölskyldur, öll fyrirtæki af öllum stærðum,“ sagði hinn nýi fjármálaráðherra.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Valgeir Örn Ragnarsson og Þórdís K.R. Gylfadóttir í Silfri gærdagsins. Í samtalið vantar hvort ráðherrann telji að lægst launaða fólkið eigi að einnig að stíga á launabremsuna.

Í samtal þeirra Þórdísar og Valgeirs hvort draumur ráðherrans sé að allt launafólk stökkvi á vagn ráðherrans og sæki ekki eftir launahækkunum heldur bíði og voni að vaxtaokrinu linni.

„Ég veit að við getum það. Ég geri ráð fyrir að við séum öll tilbúin til að ganga í takt til að ná þessu. Næst sagði hún að ríkisfjármálin verði að styðja við það sem þarf að gera til að markmiðin náist,“ sagði Þórdís K.R.

Næst sagði hún að ef aðilum vinnumarkaðsins tekst að gera langtíma samninga sem eru ábyrgir og skynsamlegir þá munu þau skila mjög góðu verki inn í stöðugleika og lækkandi verðbólgu, sem svo í framhaldinu skilar  lægra vaxtarstigi. Sem skilar sér með miklu, miklu öflugri hætti í heimilsbókhald hverrar fjölskyldu heldur en nokkurn tíma krónuhækkun getur gert.

Hún segir segir almenning átta sig á að svigrúm til launahækkana sé ekki mikið.

Ljóst er að nýi fjármálaráðherrann ætlar ekki að taka tillit til þess fólks sem svo sannarlega á ekki til hnífs eða skeiðar. Afstaða Þórdísar herðir kjaranhnútinn svo um munar.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: