- Advertisement -

Þrír gamaldags kapítalistar á sunnudegi

Ég þekki Jóhann J. Ólafsson, fyrrum heildsala, ekki neitt. Man ekki til að við höfum nokkru sinni talast við. Man eftir að hann var einhvern tíma í hópi þeirra sem átt Stöð 2. Jóhann hefur skrifar nokkrar greinar í Moggann þar sem hann viðrar skoðanir sínar um fátækt á Íslandi og misskiptingu auðs.

Yngri „bissness“ menn eru flestir annarrar skoðunar en Jóhann J. Ólafsson. Það fullyrði ég. „Útrým­um fá­tækt. Þá myndu hinir efnam­inni öðlast þann styrk sem fjár­magn­inu fylg­ir og öðlast virk­ari hlut­deild í völd­um í þjóðfé­lag­inu. Þá myndi lít­il­magn­inn fá virk­ari hlut­deild í völd­um þjóðfé­lags­ins. Meiri jöfnuður myndi leysa úr læðingi hæfi­leika manna og stór­auðga þjóðfé­lagið. Fá­tækt er sóun á hæfi­leik­um.“

Þetta er brot úr nýlegri grein eftir Jóhann J. Ólafsson. Skrif hans er flest á þessum nótum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sama hvort ég er sammála þeim eða ekki. Menn eru ekki metnir eftir því.

Helgi Vilhjálmsson í Góu er vel þekktur maður. Ég er ágætlega málkunnugur Helga. Hann hefur kostað miklu til vegna þess sem hann vill að lífeyrissjóðir geri. Hann brennur í skinninu til að búið verði sem best að eldra fólki. Vill að lífeyrissjóðirnir verji peningum til að gera sem best fyrir eldra fólk.

Helgi hefur verið gagnrýndur fram og til baka. Hann gefur sig ekki. Er trúr eigin sannfæringu. Ver talsverðum peningum vegna þessa og vonar eflaust að hann nái að telja ráðendur lífeyrissjóða, sem og eigendur þeirra, að þeir hafi hug eldra fólks í huga. Hvað sem sagt verður er víst að Helgi í Góu er ekki að hugsa um eigin hag.

Bolli Kristinsson, Bolli i Sautján, er landsþekktur maður. Hann þekki ég nokkuð vel. Bolli brennur í skinninu fyrir velferð Laugarvegar og reyndar miðbæjarins yfir höfuð. Hann berst gegn ætlun meirihluta borgarstjórnar um að loka Laugavegi og Skólavörðustíg fyrir bílaumferð. Hann leggur baráttunni lið. Og sparar hvorki sig né peninga í þeirri baráttu.

Víst er að Bolli er ekki fyrst og síðast að hugsa um eigin hag. Hann hefur búið og starfað á Laugavegi lengur en flestir aðrir. Sannfæring Bolla er að verið sé að stíga ógæfuspor. Hann gerir hvað hann getur til að afstýra því. Aðgerðir Bolla svipa til þess sem Helgi í Góu gerir. Bolli er sannur eigin sannfæringu.

Mér þykir nokkuð til þessara þriggja koma. Sama hvort ég er sammála þeim eða ekki. Menn eru ekki metnir eftir því.

Sigurjón Magnús Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: