- Advertisement -

Því er ráðherrum ekki stungið inn?

Er nema von að traust landsmanna á stjórnvaldinu sé nálægt eins stafs tölu.

Guðmundur Gunnarsson skrifar:

Endurtekið kemst íslenskt stjórnvald upp með að gera það sem því sýnist hverju sinni. Mismuna borgunum og brjóta lög endurtekið á borgurum. Greiða öryrkjum ekki það sem þeir eiga rétt á og þegar það fer fyrir dómstóla ákveður ríkisvaldið að skila einungis 4 árum aftur í tímann í stað 10 ára
Gera upptækan skyldusparnað launamanna þvert á það sem undirritað var í kjarasamningum. Forsendan fyrir því að launamenn samþykktu að allt að 15,5% af launum þeirra færi í skyldusparnað var að því yrði öllu síðan skilað. En nú er hirt allt að 70% af þessum skyldusparnaði og það hjá þeim sem minnst mega sín.

En þegar kemur að stöðu ríkisvaldsins gagnvart borgurum er allt að annað upp á teningunum. T.d. nýlegur dómur, (tek fram að ég er ekki að ætlast til þess borgarar geti brotið lög), þegar lögmaður var dæmdur til að endurgreiða skattalagabrot framin á árunum 2009 til 2010 og að auki sætir hann sex mánaða fangelsis.

Af hverju eru ráðherrum ekki stungið inn fyrir samskonar brot?

Er nema von að traust landsmanna á íslensku stjórnvaldi sé nálægt eins stafs tölu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: