- Advertisement -

Því þora stjórnmálamenn ekki að takast á við hafró og sægreifana

Sá athyglisverða samantekt eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing. Hann hafði greinilega fylgst með umræðunum á Alþingi vegna stefnuræðu forsætisráðherra. Jón skrifaði:

„Tók eftir því í umræðunum í gær að enginn sagði orð um sjávarútvegsmál. Það virðist vera búið að setja lok á umræðuna um kvótakerfið og þá staðreynd að flest sjávarþorpin hafa eða eru að leggjast í eyði vegna fiskleysis, sem komið er til vegna þess að aflaheimildir hafa verið fluttar í burtu.

Á sama tíma er sóknin í þorskstofninn 18% en var á aflaárunum um 35% án þess að það kæmi niður á velgengni stofnsins. Stofninn er stærri en nokkru sinni en aflinn mun ekki vaxa nema sóknin sé aukin. Við eigum inni 150-200 þús. tonna þorskafla, vegna þessarar vannýtingar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvernig væri að leyfa greifunum að halda sínu fyrst um sinn, en dreifa þessum vannýtta afla á sjávarbyggðirnar? Eða á þögnin eina að ríkja meðan byggðirnar grotna niður?

Hvers vegna þora stjórnmálamenn ekki að takast á við Hafró og sægreifana, landinu til bjargar?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: