- Advertisement -

Tíðkast svik með byggðakvótann?

„Kanna þarf líka hvort brögð hafi verið á því að handhafar byggðarkvóta hafi náð að leigja hann frá sér í stað þess að veiða hann og landa í þeim byggðum sem honum var ætlað,“ segir í umsögn Hrollaugs um frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra varðandi strandveiðar, byggðarkvóta, og fleira.

„Hvetjum alla hér inni til þess að taka þessa umsögn og setja nafn ykkar við hana og senda hana inn vegna frumvarpsins. Einnig hvetjum við alla  félagsmenn smábátafélaga til þess að nýta sér umsögnina og leggja hana fram á aðalfundum félaganna og gera hana að sinni.  Það er kominn tími til þess að stjórnvöld standi með þjóðinni, almannahag og mannréttindum, til þess eru þau kosinn á þing,“ skrifar Vigfús Ásbjörnsson formaður smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn.

Umsögn smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr.116/2006, með síðari breytingum (Atvinnu og byggðarkvótar o.fl.)

Inngangur

Þú gætir haft áhuga á þessum

Frumvarp þetta er með öllu enn eitt villuljósið sem þjóðinni er boðið upp á og alls ekki hannað með almannahagsmuni í huga. Hér er á ferðinni enn eitt frumvarpið sem miðar að því að færa arðsemi sjávarútvegsauðlindarinnar frá þjóðinni og byggðunum í hendur stærstu handhafa aflaheimilda í landinu. Frumvarpið hvetur til áframhaldandi samþjöppunar aflaheimilda og tryggir sægreifum hámarks arðsemi í gegnum leiguframsalsrétt þeirra umfram aflaheimilda sem þeir hafa komist yfir í gegnum tíðina og veiða ekki sjálfir. Frumvarpið og byggðarkvótakerfið brýtur líklega samkeppnislög. Líklega hefur byggðarkvótakerfið brotið þau lög og reglur frá upphafi. Kominn er tími til að leggja byggðarkvótakerfið alfarið niður og nýta þær heimildir sem þar hafa verið settar til almennrar uppbyggingar í gegnum strandveiðikerfið sem er það kerfi sem þjóðin óskar sér en er vísvitandi svelt af aflaheimildum. Byggðakvótakerfið hefur verið ansi lengi við lýði en kerfið hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir þær byggðir sem fengið hafa til sín þær heimildir vegna þess að arðsemin í kerfinu er flutt í aðra vasa jafnvel áður en nýting byggðarkvótaheimildana er hafin. Talað er um innan þeirra byggða þar sem laxeldi er í uppbyggingu að hvert tonn af slátruðum laxi sé notað sem mótframlag við byggðarkvóta. Það er ekkert eðlilegt við að það ef það sé raunin og það þarf að kanna . Frumvarpinu er ætlað að tryggja handhöfum aflaheimilda og þeim sem ná að draga til sín arðsemi byggðarkvóta þennan fyrirsjáanleika til 6 ára og þar með halda þjóðinni og almannahag frá nýtingu sinna eigin auðlinda með mannsæmandi hætti í að minnsta kosti næstu 6 árin. Það sér hver maður hvers vegna 6 ár eru notuð því sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin reiknar ekki með að þeirra flokkar verði í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili heldur reiknar hann með að þau verði það eftir um það bil 6 ár og geti þá haldið áfram sérhagsmunum til heilla. Strandveiðikerfið er það kerfi þar sem almannahagsmunir liggja og enginn svokallaður sægreifi hefur komist með klærnar og puttana í til misnotkunar eða arðráns. Aldrei hefur ásókn til strandveiða verið meiri en 2020 sem sýnir þörf þjóðarinnar á eflingu kerfisins. Um 700 bátar stunduðu þessar veiðar 2020 og fjölguninni ber að fagna því það þýðir aukningu á störfum og mikils áhuga þjóðarinnar á því að hér verði eitt öflugt strandveiðikerfi með nægum heimildum almannahagsmunum til heilla. Strandveiðikerfið er almennt kerfi til uppbyggingar atvinnu allt í kringum landið og hefur sannað sig sem slíkt, kerfi sem virðir mannréttindi og kerfi sem veitir þjóðinni jafnt aðgengi að nýtingu sinna eigin auðlinda hvar á landinu sem þau búa en ekki bara einhverjum útvöldum sægreifum sem sjúga arðsemi auðlindarinnar burt úr byggðum landsins og frá þjóðinni og fara jafnvel með arðinn úr landi við firsta tækifæri. Það eru mannréttindi þjóðarinnar að hafa mannsæmandi nýtingarrétt á auðlindum sínum og mannréttindi og almannahagsmunir er það sem þeir sem kosnir eru til alþingis eiga að vera að vinna að og engu öðru. Það kemur ekki á óvart að í frumvarpi þessu er ætlun sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir þá eflingu sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu allt í kringum landið og eru almannahagsmunir. Hans stefna virðist vera að draga alla arðsemi 5,3% hluta aflaheimilda sem ríkið heldur utan um til núverandi handhafa aflaheimilda.

Það kemur skýrt fram hver þjóðarviljinn er þegar kemur að strandveiðikerfinu. Vitnum við hér í skýrslu byggðastofnunar á könnun  „Úttekt á strandveiðikerfinu haustið 2019“  á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðila. Þar kemur glöggt fram hvernig þjóðin vill nýta þær 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða. Þjóðin vill allar þessar heimildir til strandveiða vegna þess að það kerfi hefur aldrei verið eflt með mannsæmandi hætti þó þjóðin óski eftir því á hverju einasta ári. Þörfin á eflingu strandveiðikerfisins liggur alveg ljós fyrir og það liggur alveg ljóst fyrir hvernig á gera það og hvernig þjóðin vill að kerfið verði úr garði gjört svo það virði mannréttindi og nýtist almannahag og byggðum landsins til fullnustu við atvinnuuppbyggingu allt í kringum landið þjóðinni og almannahag til heilla. Þjóðin vill fá hið minnsta tryggða 48 róðrardaga á ári og þjóðin á að fá allt árið til þess að nýta sína daga innan strandveiða svo að allir sem í því kerfi vilja starfa njóti sannmælis og að fiskur verði veiddur á þeirra heimaslóð þegar hann er þar, og þegar hann er sem verðmætastur fyrir land, byggðir og þjóð. Þannig tryggjum við hámarks verðmætasköpun við veiðarnar, dreifða nýtingu fiskimiða, öfluga atvinnuuppbyggingu og að arðurinn verður eftir í héraði hjá fólkinu sem þar býr í hinum dreifðu byggðum sem getur svo nýtt hann til áframhaldandi uppbyggingar á sinni heimaslóð. Öll lög um bætur frá þjóðinni til þeirra sem á aflaheimildum halda á að afnema eða hið minnsta að hanna þannig að hafið verði yfir allan vafa að þjóðin sé ekki bótaskyld til þeirra sem hafa yfir að ráða aflaheimildum eða bótaskyld til þeirra sem telja sig eiga samkvæmt lögum að fá úthlutaðar heimildir sér til einkanota vegna einhverskonar ágalla í fiskveiðilögum. Bregðist fiskimið er það útgerðarmannsins að taka það áfall en þjóðin á ekki að þurfa koma með bætur handa viðkomandi útgerð en mætti koma með bætur til byggðarlaga í formi fjárstyrkja. Nægt er hið almenna áfall um brostinn fiskimið fyrir þjóðina þegar og ef svo ber til. Byggðarkvóti, sértækur byggðarkvóti, skelbætur, rækjubætur, hlutdeild til að bregðast við áföllum er ekkert annað en úr sér gengin fiskveiðistjórn og sýnir að ekki er verið að hugsa um almannahag og mannréttindi heldur bara arðsemi einstakra sægreifa. Flækjustig fiskveiðikerfisins nær nýjum hæðum í frumvarpi þessu og gloppur og göt og hvatar munu sjá til þess að arðurinn verður allur dreginn frá byggðum landsins í vasa örfárra sægreifa. Halda á þjóðinni frá mannsæmandi nýtingu á sínum eigin auðlindum í stað þess að lýta til frábærrar frammistöðu nágrannaríkja okkar t.d. eins og í Noregi við nýtingu sinna auðlinda Norskri þjóð og almannahag þar til heilla.

Byggðarkvóti

Byggðarkvóti eða sértækur byggðarkvóti er ekki sá bjargvættur byggða sem nafnið gefur til kynna á að hann sé og hefur aldrei verið. Hann er villuljós eins og notað var fyrr á öldum til þess að villa um fyrir sæfarendum og koma þeim í strand. Það er vegna þess að arðsemin úr þessu kerfi rennur allur í sömu hendurnar. Hendur núverandi sægreifa, stórútgerða og þeirra sem á aflaheimildum þjóðarinnar halda. Fjölmörg dæmi eru um að byggðarkvóti sé veiddur og unnin af útgerðarrisum í kringum landið en fer ekki til þeirra sem raunverulega þurfa á honum að halda. Jafnvel veiddur af togurum og netabátum á sem óumhverfisvænasta máta sem hugsast getur. Byggðarkvótinn hefur skapað hér mjög óheilbrigt umhverfi innan fiskveiðistjórnunarkerfisins. Byggðarkvótakerfið er það sem heldur uppi eftirspurn á leigukvóta af kvótagreifum og þar með mjög háu leiguverði aflaheimilda í landinu. Ef þú átt ekki kvóta þarft þú að leigja til þín 2 til 3 tonn af þorski á móti hverju tonni sem þú færð í byggðarkvóta. Þannig rennur arðurinn úr byggðarkvótakerfinu og byggðunum til sægreifa í formi leigutekna sem búa yfirleitt ekki i hinum brotnu byggðum. Arðsemin er soguð út úr kerfinu strax þegar sægreifinn fær sitt háa verð sem leigusali aflaheimilda. Það myndast hvati í fiskveiðikerfinu fyrir sægreifa að þjappa saman aflaheimildum og komast yfir meira aflaheimildir en þeir þurfa til eigin veiða vegna þess að mikil eftirspurn er eftir því að leigja af þeim heimildirnar á háu verði til að kvótalausir geti fengið byggðarkvóta á móti leigðum heimildum. Verð á leigðum heimildum hækkar og lítið sem ekkert fæst fyrir að veiða þær fyrir það eitt að fá byggðarkvóta á móti. Þeir sem eiga aflaheimildir þurfa ekki að leigja til sín heimildir af sægreifum heldur velja sér bara löndunarhöfn þar sem líklegt er að mikils byggðarkvóta sé að vænta á móti sínum eigin og taka svo alla arðsemi úr byggðunum heim til sín hvar í heiminum sem þeir búa. Arðurinn fer allur úr byggðarlaginu og heim til sægreifans þar sem hann býr og ekki svo mikið til hinna brotnu byggða. Allt er þetta á sömu höndina, sægreifinn græðir en aðrir ekki. Innbyggði hvatinn sem búin er til með byggðarkvótakerfinu til þess að leigja af sægreifum eru mörg þúsundir tonna af þorski á ári og þetta drífur leigumarkað með aflaheimildir á Íslandi af sægreifum sem eiga orðið miklu meira af heimildum en þeir þurfa til eigin veiða  og þar með talið leiguverð á þeim. Arðurinn fer til sægreifans sem býr bara þar sem hann vill í heiminum og leigir frá sér aflaheimildirnar en verður ekki eftir í byggðarlaginu eins og villuljósið gefur til kynna. Meðal annars vegna þessa sem upp er talið mun byggðarkvótinn aldrei hjálpa þessum byggðum vegna þess að arðsemin er tekinn burt af staðnum jafn óðum af fólki sem ekki er með fasta búsetu á svæðinu. Engin arðsemi verður eftir í byggðunum og þess vegna eru þessar brotnu byggðir alltaf brotnar byggðir því engin arðsemi innan byggðarlagsins þýðir engin raunveruleg uppbygging innan byggðarlagsins.

Stenst byggðarkvótakerfið samkeppnislög?

Spurning er hvort byggðarkvóti standist samkeppnislög. Það verður að fá úr því skorið hjá samkeppniseftirlitinu strax. Ef ekki mun þjóðin krefjast þess og leita sjálf til viðkomadi yfirvalda til að fá úr því skorið. Þeir sem fá úthlutaðan byggðarkvóta halda uppi eftirspurn eftir leigðum aflaheimildum í fiskveiðikerfinu af útgerðarmönnum sem eru komnir með allt of mikið af heimildum en þeir nota sjálfir til eigin veiða. Allt í kringum landið eru svo kvótalausar útgerðir sem þurfa að leigja til sín aflaheimildir á allt of háu verði vegna eftirspurnar frá útgerðum sem leigja til sín aflaheimildir og fá byggðarkvóta á móti þeim heimildum. Þetta veldur því að sá sem gerir út kvótalausan bát og fær ekki byggðarkvóta stendur ekki jafnfætis þeim sem gerir út kvótalausan bát og fær byggðarkvóta þegar aflaheimildir eru leigðar á almennum markaði. Þannig er samkeppni um leigðar aflaheimildir skökk og þeim sem fær byggðarkvóta veitt samkeppnisforskot á að leigja til sín aflaheimildir vegna þess að hann fær byggðarkvóta á móti þeim heimildum en hinn aðilinn ekki. Verðið á leigu heimildum spennist upp úr öllu valdi og er svona hátt sem það er vegna mikillar eftirspurnar frá útgerðum sem þiggja byggðarkvóta. Ef byggðarkvóti væri hér ekki stæðu allir kvótalausar útgerðir jafnfætis samkeppnislega þegar þær leigja til sín aflaheimildir af sægreifum og verð á leigðum heimildum myndi lækka gríðarlega. Sé þetta brot á samkeppnislögum  sem það lýtur út fyrir að vera þá er þetta alvarlegt brot. Kanna þarf líka hvort brögð hafi verið á því að handhafar byggðarkvóta hafi náð að leigja hann frá sér í stað þess að veiða hann og landa í þeim byggðum sem honum var ætlað.

Vinnsla á byggðarkvóta heima í héraði

Skilirt er að byggðarkvóti og heimildir á móti byggðarkvóta sé unnið í fiskvinnslum á þeim stöðum þar sem byggðakvóta er úthlutað en þó með hugsanlegum undantekningum. Hefur það verið raunin í nýtingu byggðarkvótans? Áður en sett eru lög og reglur um hvernig skuli vinna þann afla sem úr byggðarkvótakerfinu kemur þarf að liggja skýrt fyrir hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki og hvernig við ætlum að skapa virðisauka í sjávarútvegsauðlind okkar.

Hvað er fiskvinnsla ?

Skilgreina þarf hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki.

· Er það fiskvinnsla ef fiskur er tekinn úr bát og honum keyrt í gegnum einar dyr á fiskvinnsluhúsi og út um aðrar?

· Er nóg að slægja fisk inni í húsi til að kalla það fiskvinnslu?

· Er nóg að ísa yfir landaðan fisk inni í fiskvinnsluhúsi til að það kallist fiskvinnsla?

Nei það er ekki nóg, allt þetta er hægt að gera um borð í þeim bátum sem veiða fiskinn og slægja hann þar. Kallast þeir bátar sem koma með slægðan fisk í land fiskvinnslubátar ?

Fiskvinnsla er matvælavinnsla sem hlýtur að hafa það að markmiði að hámarka virði þess hráefnis sem í gegnum vinnsluna fer .Það þarf að setja sem algjört skilyrði að að allar þær fiskvinnslur sem taka á móti byggðarkvóta  fullvinni fiskinn heima í héraði svo að verðmætin og virðisaukinn verði eftir þar. Annað er sóun á verðmætasköpunarmöguleikum byggðanna og þjóðarinnar og tækifærum hina  brotnu byggða til þess að skapa sér störf og arðsemi úr byggðarkvótanum til áframhaldandi uppbyggingar. Fiskur fer í gegnum mismunandi virðisaukandi ferla á leið sinni í gegnum fiskvinnslur og þeim mun fleiri virðisaukandi ferlar sem fiskurinn fer í gegnum í vinnslunum þeim mun meiri arðsemi er að vænta af hverjum og einum veiddum fiski. Lokaafurðin á alltaf að vera tilbúin afurð á disk neytandans svo að ekki verði eftir ónýttir virðisaukandi ferlar til þess að auka virði afurðanna sem jafnvel er gert í vinnslum einhvers staðar úti í heimi. Í raun og veru ætti hér að setja lög í landinu á allan fisk sem veiddur er hér við land að hann meigi ekki fara úr landinu nema sem fullunnin vara. Þannig verður virðisaukinn eftir hér á landi en ekki búin til handa öðrum þjóðum til að skapa sér. Þannig hámörkum við arðsemi á nýtingu á okkar eigin auðlindum landi og þjóð til mikillar heilla. Þekking og reynsla þarf að vera til staðar allt í kringum landið til þess að framkvæma þetta, og ekki síst þarf að vera til þekking á þeim ferlum afurðanna sem ekki skapa virðisauka í vörurnar og þeim ferlum þarf að útrýma á sama tíma svo að þeir ferla éti ekki upp alla arðsemi í virðisaukandi ferlum vörunar. Arðbær fiskvinnsla er nefnilega ekki sjálfgefin, eins og reynslan hefur sýnt okkur Íslendingum í gegnum okkar sögu.

Hverjir manna svo þessi störf?

Skilyrði ætti að setja á allar þær byggðir sem ætlaður er byggðarkvóti að fólk með fasta búsetu á staðnum vinni við veiðar og vinnslu byggðarkvótans og eigi með öllu þær vinnslur og skip sem notuð eru við veiðar og vinnslu innan héraðsins. Annars er þetta bara ætlað núverandi sægreifum til að mjólka arðsemina burtu af svæðinu sem það gerir í núverandi mynd. Fáist heimamenn ekki til þess þá þarfnast byggðin ekki byggðarkvótans. Fjölmörg dæmi eru um að sett sé upp einskonar fiskvinnsla þar sem fiskur fer í gegn, jafnvel í sama formi og hann kemur upp úr skipi. Fiskurinn er  alls ekki fullunnin og tilbúin á disk neytenda í þessum byggðum og nánast enginn heimamaður vinnur  hvorki veiðarnar né vinnslurnar og fæst ekki til þess. Flytja þarf inn aðkomufólk á staðina til þess að manna þessi störf því heimamenn annað hvort vilja ekki vinna við þetta eða eru bara í öðrum störfum. Það skapar engin verðmæti innan héraðs að flytja inn aðkomufólk til þess að starfa við veiðar og vinnslu á byggðarkvóta á skipum og í vinnslum sem eru jafnvel ekki í raunverulegri eigu raunverulegra heimamanna. Sama sagan, arðsemin fer eitthvað annað en til hinna brotnu byggða. Fyrir hvern er þetta þá gert? Þetta er nefnilega sér hannað kerfi fyrir núverandi handhafa aflaheimilda „sægreifa „ til þess að sjúga til sín alla mögulega arðsemi sem byggðarkvótinn gæti skilað viðkomandi byggðum. Raunverulegar fiskvinnslur sem vinna fisk í gegnum alla þá ferla sem hámarka verðmæti hans þurfa ekki að vera í hverju þorpi á Íslandi, þær eiga bara að vera þar sem mannauður til þess er, þekking og reynsla er til staðar. Veiðarnar geta hins vegar verið stundaðar alls staðar þar sem fiskur gengur allt í kringum landið og allir staðir í kringum landið liggja vel við fiskimiðum en fiskimiðin eru arðbær á mismunandi tímum eftir svæðum.

Það liggur algerlega fyrir að byggðarkvótakerfið er ekki að skila byggðum þeim ávinningi og arðsemi sem það ætti að gera. Byggðarkvótakerfið er pólitískt kerfi sem auðvelt er að misnota og það er gert. Slík kerfi eiga ekki að eiga heima innan auðlindanýtingar Íslendinga og það eru ekki almannahagsmunir að slíkt kerfi sé við lýði innan fiskveiðistjórnunar Íslendinga. Arðsemin fer öll annað og mest í hendur þeirra sem nú þegar halda á miklum aflaheimildum og til þeirra sem skapa aukið virði í þær afurðir sem úr byggðarkvóta koma sem oftar en ekki er skapað í öðrum löndum en á Íslandi . Þetta kerfi á að leggja niður strax og allar heimildir innan þess að vera settar í strandveiðikerfið sem hefur sýnt sig sem kerfi sem skapar störf innan héraðanna sem unnin eru af heimafólki byggðanna og eflir þær. Enginn sægreifi tekur arðsemina úr strandveiðikerfinu heldur verður hún eftir heima í héraði til áframhaldandi uppbyggingar. Fiskvinnslur verða til á þeim stöðum þar sem það er hagkvæmt. Það tekur tíma að byggja upp byggðir í kringum landið og það gerist ekki nema arðurinn verði eftir í byggðunum.

Brotnar byggðir

Skilgreina þarf hvað er brotin byggð og hvað ekki með raunsæjum hætti. Fjöldi íbúa í hverri byggð hefur ekkert um það að segja hvort byggð sé brotin eða ekki. Það eru atvinnuleysistölur hverrar byggðar sem gefur raunverulega þá stöðu sem byggðin er í. Það er að segja raunverulegar atvinnuleysistölur á fólki sem leitar sér vinnu en finnur hana ekki að frádregnum þeim sem eru atvinnulausir af því þeir nenna ekki að vinna. Ef byggðir liggja þétt saman eins og víða þá stundar fólk atvinnu jafnvel í næsta byggðarlagi við sína heimabyggð sem er bara gott mál. Vegalengdirnar sem fólk ferðast til vinnu eru oftar en ekki styttri sem þetta fólk ferðast en það fólk sem stundar atvinnu innan höfuðborgarsvæðisins. Brotnar byggðir þarf að skilgreina upp á nýtt svo hafið sé yfir allan vafa hvað sé brotin byggð og hvað ekki.

Fiskmarkaðir

Fiskmarkaðir er það eina sem gefur rétta verðmyndun á veiddu sjávarfangi. Allur fiskur sama úr hvaða kerfi hann er veiddur í ætti að skylda til þess að vera settur á frjálsan fiskmarkað. Þannig myndast réttur samkeppnisgrundvöllur fyrir fiskvinnslur um veitt sjávarfang. Hæsta mögulega verð verður alltaf greitt til skipa en ekki fyrir fram ákveðin verð sem erfitt er að sjá í gegnum. Allt sjávarfang sem fer svo í gegnum þessa markaði á svo að vera selt til fullvinnslu á afurðum innanlands og það sem fullbúin vara með hámarks virðisauka út úr landinu. Þannig sköpum við hámarks arðsemi á auðlindir okkar. Störf á fiskmörkuðum í kringum landið eru líka fjölmörg sem myndu aukast en meira ef allur fiskur færi á markað. Á hverju ári þá fer minna og minna af sjávarfangi í gegnum markaðina sem getur ekki talist eðlileg þróun ef við miðum okkur við eðlilegt markaðshagkerfi. Allan fisk á markað og síðan í fullvinnslu innanlands ætti að vera takmark hverrar þjóðar sem vill hámarka virði sinna eigin auðlinda og tryggja eðlilega samkeppni innanlands um hráefni til fullvinnslu.

Varasjóður með aflaheimildir

Hér er enn ein leiðin sem mun draga arðsemina beint til einstakra sægreifa hvar sem þeir búa. Nú er ríkið að veita einkafyrirtækjum fleiri milljarða í aðstoð vegna kreppuástands í heiminum. Í stað þess að hafa hér í frumvarpi þessu aflaheimildir sem varasjóð sem mun bara enda í vösum sömu handhafa aflaheimilda í dag eins og í byggðarkvótakerfinu á  ríkið að setja beinharða styrki til byggða þessa lands sem orðið hafa fyrir áföllum. Ríkið réttlætir að moka skattpeningum inn í einkafyrirtæki vegna kreppuástands í dag. Það er enn þá meiri réttlæting fólgin í því að setja þessa peninga beint inn í þær byggðir sem orðið hafa fyrir áföllum . Þar munu þeir raunverulega nýtast samfélögum til atvinnubyggingar en ekki einstaka hluthöfum einkafyrirtækja eins og gert er í dag.

Það að ætla að nota til þess aflaheimildir er villuljós fyrir þjóðina þar sem allur arður þess varasjóðs mun renna í hendur handhafa aflaheimilda en ekki til hinna dreifðu byggða.

Umhverfisvænar veiðar

Allar heimildir 5,3% hlutdeildar ríkisins ættu að vera nýttar á sem umhverfisvænasta hátt fyrir land og þjóð og heimsbyggðina alla. Umhverfisvænustu veiðar sem stundaðar eru á Íslandi eru handfæraveiðar og þær veiðar eru einmitt skilyrði innan strandveiðikerfisins . Þegar bátur stundar handfæraveiðar hefur hann slökkt á vélum skipsins og notar eingöngu rafmagn til veiðana. Vélarafl nýtir bátur á handfæraveiðum einungis til að koma sér til og frá höfn eða milli veiðisvæða. Langsamlega mesti tíminn af róðri hvers báts fer í veiðarnar sjálfar þar sem ekki er brenndur einn einasti líter af olíu. Þess má líka geta að við handfæraveiðar verður ekki mikil mengun til af veiðarfærum t.d. eins og af heilu trolli sem eftir verður á hafsbotni, eða togveiðum sem skemma sjávarbotn. Línum eða drauganetum sem slitna niður og nást ekki upp sem drepa allan þann fisk þann tíma sem þau eru töpuð í sjó sem getur skipt áratugum. Nú ber ríkisstjórnin sér reglulega á brjóst hversu umhverfisvæn hún er og hversu Ísland sé framarlega í loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr loftslagsmengun. Með því að setja allar heimildir innan 5,3% aflaheimilda ríkisins til strandveiða mun vera tryggt að þessar heimildir verði nýttar á sem umhverfisvænasta hátt sem mögulegt er að gera. Almannahag til heilla. Þá gæti Íslensk stjórnvöld sannarlega byrjað að berja sér á brjóst sem umhverfisvæn þjóð.

Öflugt Strandveiðikerfið. Kerfið sem þjóðin óskar eftir.

Það liggur alveg ljóst fyrir í frumvarpi þessu að sjávarútvegsráðherra ætlar að koma fram skemmdarverkum á strandveiðikerfinu þvert á óskir og vilja þjóðarinnar og þar með gegn almannahagsmunum. Miðað við heimildir sem ætlaðar eru í pottana á yfirstandandi fiskveiðiári hefðu þorskheimildir til strandveiða samkvæmt frumvarpinu orðið 9.274 tonn, en ekki 10.000 tonn eins og var 2020 og dugði ekki. Frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðikerfi strandveiða verði breytt og og það verði eins og það var árið 2017.  Aflaheimildum skipt milli landsvæða og á tímabil.  Veiðar stöðvaðar innan tímabila þegar heimildum hefur verið náð. Þá er veiði hvers leyfishafa takmörkuð við 12 daga í hverjum mánuði en það var ekki takmarkað þannig 2017. Ráðherra getur breytt veiðisvæðum eftir eigin hentugleika! Ekkert er um það í lögunum hvernig veiðisvæðin muni líta út. Hvaða aðferðarfræði á að nota þegar áætla á aflamagn á hvert svæði. Eina sanngjarna og rétta aðferðarfræðin er auðvitað að notast eingöngu við fjölda báta á hverju veiðisvæði og ekkert annað til að njóta sannmælis og jafnræðis. Hvað á að gera við heimildir sem myndu brenna inni ef einhver svæði næðu ekki heimildum sínum innan svæðanna. Þetta eru ekki þær breytingar sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu heldur ganga þær beint gegn þeim. Þetta fer beint gegn þörfum byggða og almannahagsmunum sem eru hið minnsta 48 dagar á bát allt fiskveiðiárið eins og svo oft hefur komið fram. Þessi skemmdarverk á almannahagsmunum ætlar sjávarútvegsráðherra að festa í sessi næstu 6 árin eða svo. Það er niðurskurður á heimildum til strandveiða í frumvarpi þessu en ekki aukning eins og þjóðin hefur óskað svo lengi eftir og þarfnast.. Allar heimildir sem brenna inni innan 5,3% heimilda ríkisins eiga að renna til byggðarkvóta, villuljóss í íslenskum sjávarútvegi. Það kemur ekki á óvart því það kerfi er hannað fyrir núverandi handhafa aflaheimilda til að sjúga arðsemina  burt frá fólkinu og byggðunum. Frumvarpið miðar að því að færa þróun strandveiða til baka í fyrra horf sem er ekki það sem þjóðin óskar sér, „sjá könnum byggðastofnunar um strandveiðikerfið“ sem framkvæmd var á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðila árið 2019. Könnunin gefur skýrt til kynna þarfir þjóðarinnar á öflugu strandveiðikerfi og hvernig best sé að það sé hannað almannahagsmunum til heilla og þannig að það nýtist öllum landshlutum á sem bestan og hagkvæmasta hátt fyrir land og þjóð. Í könnuninni kemur fram að það þurfi að tryggja hverjum einasta bát hið minnsta 48 daga til róðra á ári og að þessa daga megi nýta þegar strandveiðisjómaðurinn kýs sjálfur að gera það eins og gert er í öðrum fiskveiðikerfum Það eru almannahagsmunir og sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu hafi almennilegt aðgengi og góð tækifæri til þess að nýta sína eigin auðlind til atvinnuuppbyggingar. Strandveiðikerfið er trúlega eitt það allra besta sem komið hefur inn í Íslenskan sjávarútveg núna á síðari árum enda skref í átt að mannréttindum og sanngirni þjóðinni til heilla. Það sýnir sig á hverju ári þegar um 700 strandveiðibátar halda til veiða hve eftirspurnin hjá þjóðinni er mikil eftir því að vinna í því kerfi. Kerfið er dreift allt í kringum landið, líka til hinna brotnu byggða. Enginn sægreifi getur misnotað kerfið og arðsemi veiðana verður öll eftir í heimabyggð, atvinnuuppbyggingu, almannahag og umhverfinu til heilla. Þetta er kerfið sem á að fá allar 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða til þess að þær verði nýttar almannahag til heilla og á sem umhverfisvænasta hátt en renni ekki til núverandi handhafa aflaheimilda sem draga arðsemina burt úr byggðunum. Séu heimildir innan 5,3% heimilda ríkisins meiri en geta strandveiðiflotans til að veiða á 48 róðrum á bát yfir árið á að auka við dagafjöldann þannig að heimildirnar verði allar nýttar til strandveiða og munu þá veiðidagarnir verða fleiri en 48 . Oft hafa þingmenn og ráðherrar verið að skýla sér á bak við það að heimildir séu ekki fullnýttar innan kerfisins. Það skal heldur engan undrast hvers vegna það geti gerst. Í fyrsta lagi eru smábátar mjög háðir veðurfari en veðurfar er ekki mannana verk og ætti því að vera eina breytan sem stýrir því hvenær hægt er að róa. Nei kerfið er svo niður njörvað að það er beinlínis séð til þess með öllum þeim reglum innan kerfisins og takmörkunum að ekki náist alltaf að veiða það litla sem til er ætlað til veiðana. Hvers vegna skildi þjóðinni gert svona erfitt fyrir? Eru það almannahagsmunir sem valda því. Nei aldeilis ekki! Þarna er verið að ganga erinda þeirra sem vilja ekki að þjóðin geti fengið mannsæmandi rétt á nýtingu sinna eigin auðlinda. Íslensk þjóð horfir löngunaraugum til nágranna ríkja okkar eins og t.d. Noregs hvernig þeir virða mannréttindi og almannahagsmuni með því að veita sinni þjóð þann rétt sem hún á til þess að nýta sína eigin auðlind sjálf. Þar er nýliðun og atvinnusköpun í sjávarútvegi mikil og það er vegna þess að tækifærin eru mikil innan þeirrar fiskveiðistjórnunarkerfis fyrir hvern sem er að hefja þar útgerð og meira að segja stórútgerð Noregs styður þá stefnu því siðferði þeirra er svo langt um ofar en siðferði hins Íslenska sægreifa og stjórnmálamanna. Einfalda á með öllu hvernig farið er með 5,3% heimildir þjóðarinnar sem ríkið heldur utan um og veita þeim inn í eitt einfalt kerfi sem eru strandveiðar og þar á allur fiskur að fara á almennan fiskmarkað. Það er það kerfi sem skilar almannahag mestum hagsmunum því það kerfi býr til raunveruleg störf í kringum landið, býr til raunveruleg tækifæri sem ekki er hægt að misnota og skilur arðsemina eftir hjá raunverulegum íbúum byggðanna allt í kringum landið. Fiskvinnslur munu rísa þar sem það verður hagkvæmt og arðurinn verður eftir en ekki bara settar upp sem sýndarvinnsla til þess að fá til sín byggðarkvóta. Allur fiskur á að fara á fiskmarkað og þaðan í áframhaldandi fullvinnslur allt í kringum landið.

Svona á strandveiðikerfi íslenskrar fiskveiðiþjóðar að vera.

· Allar heimildir 5,3% hlutans renni til strandveiða. Aðeins eitt kerfi verði sem noti þær almannahag, atvinnusköpun, umhverfinu, nýliðun og hinum dreifðu byggðum til heilla.

· Koma þarf algjörlega í veg fyrir að innan strandveiðikerfisins séu aðilar að gera út báta sem þeir róa ekki á sjálfir því strandveiðikerfið á að vera fyrir þá sem vilja róa sjálfir á sínum eigin bátum.

· Einn bátur, í öllum tilfellum sannarlegur og raunverulegur eigandi hans um borð.

· Allir dagar eiga að vera veiðidagar eins og í öðrum kerfum.

· Engin bátur hættir á strandveiðum nema hann óski þess sjálfur eða klári hið minnsta sína 48 daga á veiðum.

· Fjölga á svo dögum ofan á 48 daga ef strandveiðibátar klára ekki að veiða upp þær 5,3% heimildir sem ætlaður eru á 48 dögum eða þær heimildir settar ofan á dagafjölda næsta fiskveiðiárs.

· Hægt verði að færa heimildir úr 5,3% heimilda ríkisins á milli fiskveiðiára í sama hlutfalli og úr öðrum fiskveiðikerfum.

· Aflaþak á dag í þorski má vera það sama og er í núverandi strandveiðikerfi að undanskildum Ufsa sem á að vera algerlega frjáls vegna vannýtingar hans innan fiskveiðikerfisins almennt.

· Aflaverðmæti ufsa renni 100% til útgerðar og af honum séu greidd veiðigjöld í samræmi við aðra útgerðarflokka

· Rúllufjöldi má vera 4 handfærarúllur eins og verið hefur.

· Auka á veiðigjald þjóðarinnar á nýtingu auðlindarinnar jafnt á strandveiðar og öðrum kerfum svo allir, hvar sem þeir eru í þjóðfélaginu muni njóta arðsemi auðlindanna.

· Strandveiðikerfið á að vera opið allt árið svo að samfélögin allt í kringum landið geti nýtt sín heimamið þegar verðmætur fiskur er á þeim svæðum.

Þetta er strandveiðikerfið sem þjóðin á skilið og er almannahaga til heilla og þjóðin kallar eftir. Atvinnuuppbygging mun hefjast um allt land og störf og arðsemi mun verða eftir í öllum byggðum í kringum landið sem er það sem við hljótum að vilja þjóð okkar. Mannréttindi munu verða virt og tækifæri þjóðarinnar til nýtingu sinna eigin auðlinda (Lífsbjörgin) mun verða raunverulegt. Nýliðun í útgerð mun stóraukast og núverandi og komandi kynslóðum mun verða kleift að halda áfram atvinnubyggingu í sinni heimabyggð þjóðinni allri til heilla. Sátt mun skapast um fiskveiðistjórnunarkerfið á meðal þjóðarinnar og komandi kynslóðum verður gert kleift að nýta sér lífsbjörgina allt í kringum landið með raunverulegu og sanngjörnu tækifæri kjósi það að gera það. Staðreyndin er þessi, almannahagsmunir og vilji krefst þess að búið verið til eitt öflugt strandveiðikerfi með þeim aflaheimildum sem ríki hefur yfir að ráða en þær ekki nýttar til áframhaldandi arðsemi þjófnaðar frá almenningi og byggðum allt í kringum landið af örfáum sægreifum. Fólkið í landinu býr við fordæmalausan ójöfnuð þegar kemur að nýtingu sinna eigin auðlinda og tækifæra í sjávarútvegi. Það er einmitt vegna þess sem við höfum hér brotnar byggðir atvinnuleysi og fátækt. Umhverfið fengi að njóta vafans eins og það á alltaf að fá að gera með því að veiða þessar heimildir allar á handfærakróka. Flækjustig sjávarútvegs á Íslandi mun stór minnka sem gefur stjórnvöldum betri yfirsýn yfir hvernig fiskveiðikerfið vinnur. Ég skora hér með á þá stjórnmálamenn sem láta sér velferð þjóðarinnar að einhverju verða að efla strandveiðikerfið svo um munar og setja alla 5,3% heimildir þjóðarinnar til strandveiða , þjóðin á það skilið, byggðir landsins eiga það skilið og samfélögin þarfnast þess. Þjóðin hefur lengi kallað eftir því að hér verði til eitt öflugt strandveiðikerfi og nú hafiði tækifæri til þess.

Fyrir Hönd Smábátafélagsins Hrollaugs á Hornafirði

Vigfús Ásbjörnsson Formaður

B.S. í Virðiskeðjustjórnun og Ferlahagfræði  Via University í Danmörku.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: