- Advertisement -

Trump dælir peningum í hagkerfið

Svo er mikilvægt að innspýtingin komi ekki of snemma.

Ragnar Önundarson skrifar:

Trump ætlar að dæla lausafé út í hagkerfið, eins og fleiri. Það er gott fyrir alla veröldina, því bandaríska hagkerfið hefur sögulega séð verið „eimreiðin“ sem dregur „efnahagslest“ alls heimsins upp úr lægðunum. Spurning er hve lengi það virkar, því það er kaupmáttur almennings sem hefur verið aflgjafinn. Vonandi reynist svo enn.

BNA eru eina ríkið sem getur fjármagnað sig að vild erlendis, í eigin gjaldmiðli. USD eru á floti um allan heim. Það þýðir að aðgerðir sem valda verðbólgu eru BNA áhættuminni en öðrum ríkjum, því gengislækkunin vegna útþynningar gjaldmiðilsins sem af dælingu lausafjár í kerfið leiðir kemur þá fram í raunlækkun skulda.

Margir hafa áhyggjur af samþjöppun auðs í BNA, sem hefur rýrt kaupmátt almennings. Þess vegna er mikilvægt að „innspýtingunni“ verði beint til heimilanna. Þetta 1% sem allt á mun hvort sem er „hesthúsa“ peningana, þegar upp verður staðið. Svo er mikilvægt að innspýtingin komi ekki of snemma, ekki fyrr en pestin er raunverulega í rénun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: