- Advertisement -

Umboðsmaður skuldara var dekurverkefni vinstri stjórnarinnar

Stjórnmál Umboðsmaður skuldara var dekurverkefni síðustu ríkisstjórnar, rétt einsog endurgerð stjórnarskrár og aðildarumsókinni að Evrópusambandinu, sagði Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni fyrir fáum mínútum.

Vigdís sagði verkefni Umboðsmanns skuldara hafi betur átt heima innan bankakerfisins en í sérstakri stofnun. Vigdís vitnaði til Lilju Mósesdóttur hagfræðings og fyrrverandi alþingismanns, sem samkvæmt fullyringum Vigdísar, reiknaði út að hvert mál sem leitar á borð Umboðsmanns skuldara kosti um fjórtán milljónir. Vigdís sagði að þeir peningar hefðu betur gagnast til lækkunar skulda fólks.  Hún nefndi ekki hvað verkefnin hefðu kostað innan bankakerfisins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: