- Advertisement -

Útgerðarflokkarnir saman í ríkisstjórn

„Samtals styrktu fyrirtæki tengd sjávarútvegi því stjórnarflokkana þrjá um 27,4 milljónir króna í aðdraganda síðustu kosninga. Það voru 46 prósent allra styrkja sem þeir fengu frá lögaðilum á árinu 2021. Um er að ræða útgerð­­ar­­fyr­ir­tæki, vinnslur, fyr­ir­tæki sem starfa í fisk­eldi og eign­­ar­halds­­­fé­lög í eigu stórra eig­enda útgerð­­ar­­fyr­ir­tækja,“ segir í flottri samantekt á Heimildinni.

Sjálfstæðisflokkurinn þáði alls rúmar 32 milljónir í styrki á árinu 2021. Þar af komu tæpar sextán frá útgerðarfyrirtækjum. Framsókn fékk alls rétt tæpar tuttugu milljónir, þar af 6,7 milljónir frá útgerðinni. Vinstri græn fengu alls átta milljónir og þar af komu tæpar fimm frá útgerðarfyrirtækjum.

„Þetta má lesa út úr ársreikningum flokkanna þriggja sem birtir hafa verið á vef Ríkisendurskoðunar,“ segir Heimildin.

Þar segir líka: „Á meðal þeirra sem gáfu stjórnarflokkunum fé á árinu 2021 voru flestar stærstu útgerðir landsins. Brim, Kaupfélag Skagfirðinga, Þorbjörn, Vinnslustöðin, Síldarvinnslan, Loðnuvinnslan, Skinney-Þinganes og Hvalur gáfu til að mynda fjármuni til allra stjórnarflokkanna þriggja. Auk þess gáfu stór fiskeldisfyrirtæki til bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: