- Advertisement -

Vafasamur fjármálaferill Bjarna Ben

Bjarni Benediktsson eldri, afabróðir Bjarna Benediktssonar núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins.

Þegar ég var úti með Lopa í morgun var ég rifja upp þátttöku Bjarna Benediktssonar í viðskiptalífinu. Sem eflaust er með allra aumustu frammistöðu nokkurs manns á því sviði.

Þegar ég kom heim opnaði ég Fréttablaðið á netinu. Og viti menn. Minn gamli starfsbróðir og félagi, Ólafur Arnarson, hafði hugsað það sama. Í blaðinu er grein eftir Ólaf. Engu er við að bæta. Svo ég birti grein Ólafs hér:

„Bjarni Benediktsson eldri rak stjórnmálaarm Engeyjarættarinnar. Bróðir hans Sveinn, afi Bjarna Benediktssonar yngri, sá um viðskiptahliðina. Sveinn varð lykilmaður hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og Bæjarútgerð Reykjavíkur. Þriðji bróðirinn, Pétur, varð bankastjóri Landsbankans. 2003 tók Bjarni Benediktsson yngri við pólitískum armi fjölskyldunnar og settist á Alþingi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Viðskipti Bjarna:

Afskriftirnar tengjast N1 og Vafningi. Á núvirði eru 130 milljarðar í október 2008 meira en 200 milljarðar.

Í bók sinni, Hinir ósnertanlegu, fjallar Karl Th. Birgisson um 130 milljarða afskriftir vegna félaga sem Bjarni Benediktsson stýrði og vitnar í umfjöllun Fréttatímans frá 2017. Afskriftirnar tengjast N1 og Vafningi. Á núvirði eru 130 milljarðar í október 2008 meira en 200 milljarðar.

Þeir sem töpuðu voru íslenskir lífeyrissjóðir og bankar sem lífeyrissjóðirnir áttu stóran hlut í. Ekki má gleymast að lífeyrissjóðirnir eru í eigu fólksins í landinu – kjósenda. Engeyjarættin notaði félögin Hafsilfur, BNT, Þátt, Mátt, Sáttan og fleiri til fjárfestinga og lántöku. Sum voru aflandsfélög. Þessi félög, ásamt Vafningi og N1, voru notuð í lántökuhringekju þar sem bréf í einu félagi voru sett að veði fyrir lántöku annars. Tekin voru lán langt umfram leyfileg hámarkslán Íslandsbanka til tengdra aðila, þrátt fyrir að eignarhald félaganna væri á höndum sömu aðila. Bjarni var í forsvari fyrir félögin.

Þá átti Bjarni af landsfélagið Falston á Seychelles-eyjum ásamt öðrum en gerði ekki grein fyrir því í lögbundinni hagsmunaskráningu þingmanna. Falston var ætlað til fasteignafjárfestinga í Dúbaí og víðar. Bjarni þóttist fátt þekkja til félagsins þótt til séu tölvupóstar sem benda til að hann hafi notað ferð á vegum Alþingis til SuðurAmeríku í þágu félagsins.

Svo mikið þótti liggja við að stöðva umfjöllun um feril Bjarna fyrir kosningarnar 2017 að sett var lögbann á umfjöllun Stundarinnar um málið.

Bjarni hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins í 12 ár. Ekki virðist það trufla flokksmenn að hann eigi vafasaman fjármálaferil að baki, um fjórðungi kjósenda.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: