- Advertisement -

Vandinn við Sjálfstæðisflokkinn er forysta annarra flokka

…ekki síst því fólki sem kaus það til að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum…

Gunnar Smári skrifar:

Vandinn við Sjálfstæðisflokkinn eru ekki kjósendur hans. Miðað við alræðisvöld flokksins í stjórnmálum, stjórnsýslu og öllum örmum ríkisvaldsins er skiljanlegt að veiklundað fólk telji sig hafa vörn nærri valdinu. Þetta er sama fólkið og stendur fyrir aftan ofbeldismanninn á skólalóðinni, telur ólíklegt að það verði fyrir árásum hans meðan það hvetur hann áfram þegar hann lemur hin veiku og varnarlausu. Vandinn við Sjálfstæðisflokkinn er forysta annarra flokka, sem sækir umboð sitt til fólks, sem veit að Sjálfstæðisflokkurinn er mafía og krabbamein í íslensku samfélagi, en ber síðan Sjálfstæðisflokkinn til valda eftir kosningar. Vandinn við Sjálfstæðisflokkinn er því ekki áhrif hans á kjósendur heldur áhrif hans á forystu annarra flokka, að það fólk skuli telja öruggast fyrir sig að ganga í lið með ofbeldismanninum sem níðist á fólki, ekki síst því fólki sem kaus það til að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum í von um aukið öryggi, frelsi, réttlæti og mannvirðingu í samfélaginu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: