- Advertisement -

Varaseðlabankastjóri ofbauð Davíð

Davíð Oddsson setur út á Rannveigu Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra. Honum þykir hún hafa gengið of langt þegar hún lýsti skoðunum sínum. Kíkjum á leiðara Davíðs:

„Við kynn­ingu á vaxta­hækk­un á miðviku­dag lét Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri vera að vanda um við þing og rík­is­stjórn vegna þenslu­áhrifa rík­is­út­gjalda, senni­lega til þess að trufla ekki gerð fjár­mála­áætl­un­ar, sem á að koma í þingið fyr­ir páska.

Það er ókyrrð í land­inu. Verðbólga hjaðnar hægt, þensl­an læt­ur fátt á sig fá, vext­ir hækka og friður á vinnu­markaði ótrygg­ur. Þetta er rætt upp­hátt í öll­um kaffi­stof­um lands­ins og í hálf­um hljóðum við eld­hús­borðin.

Aft­ur á móti fór Rann­veig S. Sig­urðardótt­ir vara­seðlabanka­stjóri út af spor­inu þegar hún tók að greina frá per­sónu­leg­um skoðunum sín­um, að grípa ætti til „ein­hverra aðgerða á tekju­hliðinni“ og meinti skatt­hækk­an­ir. Þær eru ekki í verka­hring Seðlabank­ans og frá­leitt að vara­banka­stjór­inn not­færi sér aðstöðuna til þess hafa áhrif á lög­gjaf­ann.

Af heima­smíðuðum ástæðum verðbólgu er stór­feng­leg­ur vöxt­ur rík­is­út­gjalda sú helsta, um það er varla deilt. Aukn­ar skatt­tekj­ur rík­is­ins myndu engu breyta um það, þótt fjár­laga­hall­inn lækkaði ögn. Þær væru gagns­laus­ar að því leyti, en myndu kollsteypa fjár­hags­áætl­un­um fólks og fyr­ir­tækja.“

Við sem munum nokkur ár til baka munum að eitt sinn var bankastjóri í Seðlabankanum sem gekk mun lengra. Lagði til að mynda til að utanþingsstjórn tæki við stjórnartaumunum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: