Magnús R. Einarsson skrifaði:
Nú þegar sjálfstæðismenn hafa kosið sér arftaka eftir hrakfarir síðasta formanns þá er eftirtektarvert hver fyrstu skilaboðin eru frá nýjum formanni. Þau eru „Stétt með stétt“.
Kannski veit ekki Guðrún Hafsteinsdóttir hvaðan þetta slagorð er komið. Kannski heldur hún að verkafólkið muni flykkjast að og með kennitöluflökkurunum og skattsvindlurunum til að kjósa varðhunda kvótakerfisins og auðmagnsins undir þessu gamla maxim þjóðernissinnanna. Kannski veit hún ekki að slagorðið er komið frá nazistum. Það breytir því ekki að sjálfstæðisflokkurinn sem tók íslenska nazistaflokkinn í heild sinni í sínar raðir á sínum tíma er farinn að nota þetta slagorð aftur. Nú vitum við hvers konar flokk er við að eiga.
Skrif Magnúsar birtust á Facebooksíðu hans.