- Advertisement -

Veit varla hvernig á að lýsa aðferðum ríkisstjórnarinnar

Hvers vegna í ósköpunum er ríkisstjórnin svona ofboðslega ákveðin í því að ekki bara brjóta á þessu fólki heldur brjóta lög á þessu fólki?

„Undanfarin ár hafa verið miklar deilur milli stjórnvalda og lífeyrisþega vegna búsetuskerðingar. Sú aðferð sem Tryggingastofnun hefur beitt við ákvörðun búsetuhlutfalls var borin undir umboðsmann Alþingis og taldi hann að aðferðin væri ólögleg. Spáið í það. Í áraraðir gekk Tryggingastofnun í það að beita ólöglegum búsetuskerðingum og við vitum líka að niðurstaðan um endurgreiðsluna var gerð á þann hátt að það á ekki að endurgreiða 13 ár heldur eingöngu 4 ár sem sýnir að það er erfitt að sækja réttlæti, hvað þá fyrir þá verst settu. Að auki komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu 6. apríl 2022, í máli nr. 52/2021, að óheimilt hafi verið að skerða sérstaka framfærsluaðstoð þar sem ákvæði í reglugerð ráðherra skorti lagastoð,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, á Alþingi.

„Þetta sýnir okkur svart á hvítu hversu einbeittur brotaviljinn er gagnvart þessum hópi. Maður á að spyrja sig: Hvers vegna í ósköpunum er ríkisstjórnin svona ofboðslega ákveðin í því að ekki bara brjóta á þessu fólki heldur brjóta lög á þessu fólki? Hugsið ykkur óskammfeilnina — þegar þetta kemst upp og búið er að sanna að brot hafi átt sér stað þá hvarflaði það ekki að þeim í eina mínútu að endurgreiða brotin að fullu. Nei, þeir ætla bara að nota fjögurra ára fyrningartímann. Ég veit varla hvernig á að lýsa svoleiðis aðferðum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: