- Advertisement -

Verður Sigurður Ingi spældastur allra?

Auglýsingasmiðir Framsóknar náðu eftirtektarverðum árangri. Sigurður Ingi formaður blés allur út og taldi sig sjálfkjörinn sem forsætisráðherra. Katrín neitaði honum á fyrsta fundi. Þá vildi hann fá fjármálaráðuneytið. Það tók Bjarna nokkra daga að koma Sigurði Inga í skilning um að svo verði ekki.

Hvað var þá til ráða? Sigurður Ingi er vegamálaráðherra. Hann vill meira. Því fer tími þeirra þriggja mest í að toga og teygja stjórnsýsluna að vilja Sigurðar Inga. Þau eru mest að pæla að stofna eitthvað sem þau kalla innviðaráðuneyti. Fyrir Sigurð Inga.

Ekki vegna þess að stjórnsýslan þurfi á því að halda. Nei, bara vegna þess að Sigurður Ingi Jóhannsson finnur til minnimáttarkenndar í sínu litla ráðuneyti. Ábyrgð auglýsingasmiðanna er mikil.

Um Sigurð Inga mun vera sungið í flestum sveitum landsins:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þykist öðrum þröstum meiri,
þenur brjóst og sperrir stél,
vill að allur heimur heyri,
hvað hann syngur listavel.

En svo brotlendir hann kannski með kosningasigurinn í sínu litla ráðuneyti. Og allt verður sem fyrr. Og Sigurðir Ingi verður áfram minnimáttar í ríkisstjórninni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: