- Advertisement -

„Við erum að leggja áherslu á mannúð“

En hvað gerðist þá? Þá komu m.a. hæstvirtur ráðherra og fleiri mektarmenn í flokknum og kröfðust þess að það yrði ný atkvæðagreiðsla til að fella breytingartillögur…

„Þegar búið er að vísa fólki úr landi þá hefur það fengið málsmeðferð fyrir tveimur stjórnsýslustigum, eins og oft hefur verið rætt um og ástæða er til að endurtaka, annars vegar fyrir Útlendingastofnun og hins vegar fyrir kærunefnd útlendingamála og er því ekki með lögmæta stöðu til að dvelja hér á landi. Margt af þessu fólki fer sjálfviljugt úr landi, áttar sig á því þegar þar að kemur. En svo eru aðrir sem neita því og reyna að draga brottvísunina eins og hægt er og þá verður að beita þvingunaraðgerðum, eins og reglulega er gert og var óvenjumikið í fréttum í síðustu viku,“ sagði Jón Gunnarsson ráðherra á Alþingi.

„Það þarf að taka á þessum málaflokki og ná stjórn á landamærunum til þess einmitt að geta hjálpað fólki sem er í mestri neyð. Hér ríkir áfram stjórnleysi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi.

„Á landsfundi Sjálfstæðismanna reyndu flokksmenn örlítið að bæta það sem kom í þessum málaflokki frá Valhöll og fengu það samþykkt. En hvað gerðist þá? Þá komu m.a. hæstvirtur ráðherra og fleiri mektarmenn í flokknum og kröfðust þess að það yrði ný atkvæðagreiðsla til að fella breytingartillögur sem voru ekki róttækari en svo að taka þyrfti tillit til aðstæðna í landinu og möguleika okkar á að treysta innviði,“ bætti Sigmundur Davíð við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann hafði ætlað að krýna sig sjálfan eitthvað í þeim efnum.

„Ég spyr því hæstvirtan ráðherra: Hvers er að vænta? Er það bara þetta útþynnta útlendingafrumvarp sem hæstv. ráðherra minnir okkur aftur á núna? „Verður engin breyting í þessum málaflokki undir stjórn hæstvirts ráðherra?“

„Ég átta mig á því að háttvirtum þingmanni er mikið niðri fyrir í þessum málaflokki og er sennilega ósáttur við það hversu fast við erum að stíga til jarðar. Hann hafði ætlað að krýna sig sjálfan eitthvað í þeim efnum. Niðurstaða sem kemur frá Valhöll — það er nú þannig í Sjálfstæðisflokknum að við vorum að koma af 1.700 manna fundi þar sem þetta er allt saman tekið til efnislegrar meðhöndlunar. Hún er mjög skýr ályktunin frá fundinum:

„Aðkallandi er að bregðast við með breytingum á útlendingalöggjöfinni. Í því sambandi er nauðsynlegt að samræma útlendingalöggjöfina við löggjöf nágrannalanda, með tilliti til málsmeðferðar og þjónustu við þá sem sækja um vernd. Útlendingalöggjöfin þarf á hverjum tíma að byggja á mannúð, réttlæti, ábyrgð og raunsæi þar sem smæð þjóðarinnar er viðurkennd.“

Sigmundur Davíð kallaði úr sæti sínu: Muntu gera það?“

„Þar sem við ráðum við. Þetta er það sem ég er að nálgast, virðulegur forseti, akkúrat í því frumvarpi sem ég legg fram og í þeirri málsmeðferð sem við erum að stunda. Við erum að leggja áherslu á mannúð. Við erum að leggja áherslu á það að slá skjaldborg um verndarkerfi sem við erum bundin af. En við gerum okkur grein fyrir því að innviðir þjóðarinnar þola ekki mikið og við getum ekki verið hér með þá segla og þá stöðu sem uppi er að hingað sækja miklu fleiri flóttamenn hlutfallslega heldur en til annarra þjóða. Við því verðum við að bregðast og ég tel mig vera að gera það,“ sagði Jón dómsmálaráðherra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: